Omar Alieu Koroma í Þrótt.

Omar Alieu Koroma.
Omar Alieu Koroma.

Omar Alieu Koroma 25 ára Gambíumaður er genginn til liðs við Þrótt. Omar er framherji sem kemur frá Dulwich Hamlet á Englandi.

Eftir að hafa æft með bæði Watford og Southampton árið 2007, samdi Omar við Portsmouth árið 2008 þegar að félagið var í Ensku úrvalsdeildinni, hann kom þá frá frá uppeldisfélagi sínu Banjul Hawks í Gambíu. Í kjölfarið var hann lánaður til Norwich City og lék með þeim 5 leiki í Championship deildinni, sem er næst efsta deild á Englandi. Frá 2012 hefur hann verið á mála hjá Forest Green Rovers og Dulwich Hamlet í Ensku neðri deildunum.

Omar á einnig að baki 2 landsleiki fyrir hönd Gambíu en hann lék gegn Senegal og Líberíu í undankeppni heimsmeistarakeppninnar 2010.

Knattspyrnudeild Þróttar bindur miklar vonir við Omar og vonar að hann styrki og breikki hóp félagsins fyrir komandi baráttu um sæti í Pepsí-deildinni.

Við Þróttarar bjóðum Omar Koroma hjartanlega velkominn í Þróttarfjölskylduna.

 LIFI ÞRÓTTUR!