Óskilamunir í Þróttarheimilinu

Mjög mikið er af óskilamunum í Þróttarheimilinu, ýmis fatnaður, skór, hjálmar og fleira sem okkur er í mun að koma í réttar hendur.

Frá og með deginum í dag og fram á miðvikudag í næstu viku munu þessir óskilamunir standa frammi á borðum í félagsheimilinu og eru foreldrar/forráðamenn vinsamlegast beðnir um að koma við og athuga hvort eitthvað af þessum munum eru í eigu barna þeirra.

Eftir næstu viku verða óskilamunir sem ekki er búið að vitja gefnir í Rauða Krossinn.