Ragnar Pétursson þjálfari liðanna stýrði þeim báðum til sigurs í riðlunum

A og B lið 5.flokks Þróttar í undanúrslit. Úrslitakeppni 5.flokks fór fram um helgina og voru 4 riðlar leiknir á Þróttarvelli á laugardag og sunnudag. A og B lið 5.flokks Þróttar gerðu sér lítið fyrir og unnu sína riðla og tryggðu sér þar með sæti í undanúrslitum sem fram fara um næstu helgi. A liðið gerði markalaust jafntefli við Þór frá Akureyri, vann ÍR 7-1 og vann svo FH í hörkuspennandi leik 3-2 þar sem sigurmark Þróttar kom á síðustu sekúndum leiksins. B liðið vann alla sína leiki örugglega, 5-0 gegn HK, 6-0 gegn ÍA og 3-1 gegn KA2. Frábær árangur hjá strákunum og þeirra bíður skemmtilegt verkefni í undanúrslitunum um næstu helgi. Myndir af strákunum birtast eftir helgi