Skimun – æfingaáætlun barna – ofþjálfun

Í desember s.l. stóð iðkendum til boða skimun á styrk, meiðslalíkindum o.fl. sem framkvæmd var af sjúkraþjálfara Þróttar, Valgeiri Einarssyni.  Skimunin tókst vel, um 50 iðkendur tóku þátt og hafa þau sem tóku þátt nú fengið leiðbeiningar varðandi styrktarþjálfun í samræmi við niðurstöður.  Mikilvægt er að fylgja slíku eftir og er áætlað að næsta sumar standi iðkendum slík skimun jafnframt til boða.

Hér í viðhengi er pistill frá Valgeiri varðandi æfingaálag og hvernig megi m.a. skynja hættu á ofþjálfun barna. við hvetjum foreldra og forráðamenn til þess að lesa pistilinn og vakni einhverjar spurningar þá vinsamlegast sendið okkur línu á thorir@trottur.is

Æfingaálag barna- ofþjálfun og styrktarþjálfun