Skráning sjálfboðaliða vegna Rey Cup 2016 – Haldið í Laugardalnum 20.-24. júlí

Rey Cup 2016 fyrir 3. og 4. fl. karla og kvenna er fullbókað og ljóst að það stefnir í enn eitt glæsimótið í dalnum.

Við hvetjum ykkur til þess að taka þátt og leggja okkur lið við að gera gott mót enn betra.

Það þurfa ekki að vera margir tímar sem hver og einn leggur til en reiknað er með því að foreldrar/forráðamenn Þróttaranna leggi til að lágmarki 4 klst. vinnu við mótið.

Þeir foreldrar/forráðamenn sem skila 20 stunda sjálfboðavinnu eða meira á Rey Cup fá helming af mótsgjaldinu endurgreitt eftir að móti lýkur.

Störfin eru margbreytileg, lífsnauðsynleg mótinu og öll unnin í skemmtilegri samvinnu við aðra Þróttara. Á meðan á mótinu stendur iðar dalurinn af lífi og hvergi er skemmtilegra að vera.

Eftir að móti og frágangi lýkur er öllum sjálfboðaliðum boðið í glæsilegt lokahóf í Þróttaraheimilinu þar sem borinn verður fram ljúffengur kvöldverður í þakkarskyni fyrir vel unnin störf í þágu félagsins.

Vinsamlegast skráið ykkur á tenglinum http://goo.gl/forms/aEHvfTbYERL8oKNj1
Lifi Þróttur!

Stjórn Rey Cup