Sóley og Stefanía með U17 ára landsliði kvenna til Portúgal

Jörundur Áki Sveinsson hefur valið landsliðshópinn sem tekur þátt í milliriðli Evrópumóts U17 kvenna í Portúgal síðar í þessum mánuði, í hópinn valdi hann 2 efnilega leikmenn okkar Þróttara, en það eru þær Sóley María Steinarsdóttir og Stefanía Ragnarsdóttir.

Gangi ykkur allt í haginn stelpur
Lifi Þróttur og Lifi Ísland