Sveinbjörn skrifar undir samning

Austfirðingurinn Sveinbjörn Jónasson hefur skrifað undir árs samning við Þrótt og var gengið frá undirritun fyrr í dag.

Sveinbjörn er Þrótturum vel kunnur, lék síðast með liðinu í 1.deildinni árið 2013 þegar hann skoraði 8 mörk í 21 leik en áður hafði hann skorað 19 mörk í 22 leikjum í deildinni tímabilið 2011 og 8 mörk í bikarnum á sama tímabili í 4 leikjum.  Þróttarar fagna endurkomu Sveinbjörns í félagið og væntir mikils af honum í baráttunni í Inkasso deildinni í sumar.  Velkominn Sveinbjörn, lifi Þróttur!