Þjálfarar ráðnir til yngri flokka Þróttar

Gengið hefur verið frá ráðningum á nýjum þjálfurum til yngri flokka Þróttar.


Birgir Breiðdal hefur verið ráðinn yfirþjálfari 7 manna bolta hjá stúlkum, þ.e. 5., 6., og 7.flokk og verður hann jafnframt til aðstoðar í 3.flokki kvenna. Með Birgi þjálfa í 7 manna bolta stúlkna Guðrún Þóra Elfar, Sunna Rut Ragnarsdóttir og Gabríela Jónsdóttir.

014

Sigurgeir Svanur Gíslason hefur verið ráðinn aðalþjálfari 5 flokks karla og honum til aðstoðar verður Stefán Svan Stefánsson.

017

Óskar Smári hefur jafnframt verið ráðinn sem þjálfari hjá 7 flokki karla og verður þar með umsjón flokksins ásamt Stefáni Guðjónssyni.

149

Félagið bíður þessa nýju þjálfara velkomna til starfa og bindur vonir við farsæl störf.