Þjálfaraskipti hjá meistaraflokki kvenna í knattspyrnu

Ásmundur Vilhelmsson hefur látið af störfum sem þjálfari meistaraflokks kvenna í knattspyrnu hjá Þrótti. Aðstoðarþjálfari meistaraflokks, Rakel Logadóttir, mun stýra liðinu í kvöld, föstudaginn 1. júlí, í heimaleik gegn Hvíta riddaranum. Nýtt þjálfunarteymi fyrir meistaraflokk kvenna hjá Þrótti verður kynnt til sögunnar í næstu viku.

Rakel á að baki langan og farsælan feril sem leikmaður og landsliðskona og er meðal annars margfaldur Íslandsmeistari. Hún kom til starfa hjá Þrótti síðastliðinn vetur sem þjálfari 2. flokks og aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna.

Knattspyrnudeild Þróttar þakkar Ásmundi ánægjulegt samstarf og uppbyggingu með meistaraflokk kvenna.