Þróttur auglýsir eftir aðstoðarþjálfurum í yngri flokka knattspyrnu

Barna – og unglingaráð knattspyrnudeildar Þróttar auglýsir eftir aðstoðarþjálfurum í yngri flokka félagsins.  Menntun í þjálfun er æskileg en mikilvægast er að viðkomandi hafi mikinn áhuga og geti starfað með ungum iðkendum og geta því þessi störf hentað iðkendum úr eldri flokkum félagsins sem hafa áhuga á að vinna að þjálfun með reyndum þjálfurum.

Áhugasömum er bent á að hafa samband við íþróttastjóra Þróttar í netfanginu thorir@trottur.is