Tommy Nielsen og Haraldur Hróðmarsson verða yfirþjálfarar 2.,3. og 4. flokks karla

Tommy Nielsen og Haraldur Hróðmarsson hafa verið ráðnir sem yfirþjálfarar 2., 3. og 4.flokks karla í fullt starf hjá félaginu og taka þeir við þjálfuninni mánudaginn 19. september.  Þar til verður frí frá æfingum í 3. og 4 flokki.  Haraldur er Þrótturum vel kunnur og hefur þjálfað hjá félaginu um all langt skeið með góðum árangri, hann m.a. stýrði 2.flokki félagsins upp úr C -deildinni í sumar þar sem liðið hefur ekki tapað leik auk þess sem hann náði frábærum árangri með 5.flokk karla.  Tommy Nielsen lék áður með FH og hefur undanfarið þjálfað Víði Garði og kom þeim upp um deild nú í sumar en áður starfaði hann sem þjálfari í Grindavík.  Félagið væntir mikils af samstarfi þeirra og annarra þjálfara en frekari fregnir af þjálfaramálum munu berast á næstu dögum.“

14225567_10210710538469773_7582480468560156771_n

Ótthar Edvardsson

© Copyright 2016 Knattspyrnufélagið Þróttur

Knúið af Everything WordPress sniðmátinu