Tveir nýir leikmenn í meistaraflokk kvenna

Sierra Marie Lelii og Michaela Mansfield skrifuðu í morgun undir samning við Þrótt og munu leika með liðinu á komandi tímabili.  Báðar koma þær frá Bandaríkjunum, Sierra leikur sem framherji og Michaela leikur sem miðjumaður eða sem framherji.

Sierra hefur leikið í Bandaríkjunum en einnig með sænska liðinu Skovde þar sem hún lék á síðasta tímabili.

Michaela hefur leikið með Colorado Springs í Bandaríkjunum þar sem hún skoraði 20 mörk í 54 leikjum á þriggja ára tímabili með liðinu.  Leikmennirnir munu klárlega koma til með að styrkja hóp okkar Þróttara í sumar í baráttunni í 1.deild og bjóðum við þær velkomnar i félagið,

Lifi Þróttur!