U17 kvenna – vináttuleikir gegn Austurríki

U17 kvenna í knattspyrnu leikur þessa dagana 2 vináttuleiki við Austurríki og eru tveir leikmenn Þróttar í leikmannahópi Íslands, þær Sóley María Steinarsdóttir og Stefanía Ragnarsdóttir.

Báðar voru þær í byrjunarliði Íslands í fyrri leiknum sem fór fram á miðvikudag og lauk með 2-0 sigri Íslands.  Í dag, fimmtudag, var síðan annar leikur þjóðanna og lék Stefanía í byrjunarliði Íslands sem gerði jafntefli 2-2 og skoraði Stefanía seinna mark Íslands á 46.mín leiksins.  Sóley María kom inn á sem varamaður á 73 mín.   Flottur árangur í þessum leikjum og okkar stúlkur að standa sig með prýði, til hamingju með það stelpur, Lifi Þróttur og Lifi Ísland!