Vel sótt morgunæfing

Ákveðið hefur verið að bjóða upp á morgunæfingar fyrir drengi í 3. og 4.flokki tvisvar í viku til prufu og var fyrsta æfingin haldin í morgun og hófst kl. 06:30.

Mætingin var vægast sagt mjög góð, um 35 strákar mættu, tóku æfingu til kl. 7.30 þar sem 5 þjálfarar stjórnuðu æfingunum og fengu síðan morgunmat í Þróttarheimilinu.   Fyrsta námskeiðið verður í tvær vikur, þ.e. 4 æfingar, og ef vel tekst til verður bætt við æfingum hjá stúlkunum í sömu aldursflokkum.   Stefnt er því að bjóða upp á morgunæfingar fyrir þessa aldursflokka beggja kynja framvegis en óhætt er að fullyrða að fyrsta æfingin tókst vel og útlit því fyrir að framhald verði á til lengri tíma.