Yngra árið í 6. flokki karla: Íslandsmeistarar í knattspyrnu!

Yngri flokkar Þróttar í knattspyrnu hafa margir staðið sig frábærlega á Íslandsmótinu núna í sumar. Í gær, fimmtudaginn 18. ágúst, datt hins vegar inn fyrsti Íslandsmeistaratitillinn í sumar, svo við vitum til, en þar á ferð voru strákarnir á yngra ári í 6. flokki karla, árgerð 2007.

Titlinum hömpuðu litlu snillingarnir á Ásvöllum í Hafnarfirði þar sem úrslitakeppni 6. flokks fór fram, en þeir sigruðu þar meðal annars Hauka í æsispennandi úrslitaleik, 5-3.

Þjálfarar piltanna eru þeir Stefán Svan og Jón Hafsteinn Jóhannsson. Leikmenn liðsins eru þeir Atli Hrafn, Baldur Guðmundsson, Emil Martin Portal, Halldór Óli Arnarsson, Kolbeinn Nói Guðbergsson, Sindri Birkisson og Snorri Karel Friðjónsson (ekki á mynd). Þetta, dömur mínar og herrar, er hjartað í Reykjavík!

Þróttur óskar strákunum, þjálfurum þeirra og aðstandendum, hjartanlega til hamingju með titilinn. #lifi