Þróttur býður í sumar uppá tvö námskeið fyrir 5.flokks krakka. Námskeiðin er 100% knattspyrnutengd. Hver dagur er er 2 klukkustundir og 30 mínútur. Á námskeiðinu er m.a farið í eftirfarandi atriði:

Taktísk þjálfun                                  Gestur                                  Verkefnavinna

HM keppni                                         Skallatennismót               Stefnufyrirlestur

Fótboltagolf mót                             Tæknikeppni                     Leikgreining

Svæðisþjálfun                                  Andleg þjálfun                  Lokahóf

 

Allar keppnir eru verðlaunakeppnir og í lok námskeiðisins er kunngjört hverjir eru leikmenn námskeiðsins. Valdir eru þeir iðkendur sem safna flestum stigum yfir námskeiðið allt eftir fyrirframákveðnu stigkerfi!

Þróttaraheimilið opnar kl 8.00 en dagskrá á námskeiði hefst kl 9.30. Fyrra námskeiðið er 2 vikur það seinna er 1 vika.

Yfirumsjón með námskeiðunum hefur Þórður Einarsson, yfirþjálfari yngri flokka.

 

Námskeið í boði

  • Námskeið 1.                       8. – 19. júní                        Tvær vikur
  • Námskeið 2.                       10. – 15. ágúst                  Ein vika

 

Verð

  • Námskeiðsgjald á námskeiði 1 er 17.000 kr.
  • Namskeiðsgjald á námskeiði 2 er 8.500 kr

 

Systkinaafsláttur

Veittur er 15% systkinaafsláttur.

 

Skráning

Skráning í knattspyrnuskólann fer fram á:

https://trottur.felog.is

 

Nánari upplýsingar fást á netfanginu thorir@trottur.is  eða í síma 580-5902.

 

Greiðslufyrirkomulag:

Hægt er að greiða námskeiðisgjöld með kreditkorti eða greiðsluseðli í Nori skráningakerfinu (https://trottur.felog.is). Einnig er mögulegt að greiða námskeiðisgjald með millifærslu, en þá þarf að senda upplýsingar í tölvupósti á thorir@trottur.is