Það styttist í Laugardalshlaup Þróttar 2020.
Hlaupið fer fram núna á laugardaginn kl 11.00. Hlaupið verður frá Þróttarheimilinu.
Þrjár leiðir eru í boði – 3 km, 5 km og 10 km.
Þetta hlaup er mikilvæg fjáröflun fyrir félagið.
Skráning og þátttaka kostar ekkert en til að fjáröflunin takist vel viljum við hvetja ykkur til að taka þátt í áheitaleiknum samhliða hlaupinu með því að heita á hlaupara, eða með því að hlaupa sjálf og taka börnin með og safna þannig áheitum í þágu félagsins.
Það má einnig hjóla 10 km. Endilega skráið ykkur á meðfylgjandi skjal sem og hlaupalengd og áheit.
Hér er linkur á skráningar-og áheitaskjalið:

Hér er vídeó frá Daða Bergssyni fyrirliða mfl karla í knattspyrnu með hvatningu um að sem flestir mæti. Lifi…!