Lauren Wade, leikmaður meistaraflokks Þróttar, hefur verið valin í landsliðshóp Norður Írlands sem leikur 2 landsleiki í undankeppni EURO 2021 gegn Noregi og Wales dagana 30.ágúst og 3.september n.k.  Lauren hefur verið einn af lykilleikmönnum Þróttar á líðandi tímabili, leikið 17 leiki í deild og bikar og skorað í þeim 18 mörk.  Hún er ekki alveg ókunn landsliðinu, á að baki 19 landsleiki og í þeim hefur hún skorað 1 mark en fyrsti landsleikur hennar var gegn Póllandi árið 2013.  Við óskum Lauren til hamingju með valið og óskum henni góðs gengis í komandi verkefnum.  Lifi…..!