Stúlknaknattspyrnunámskeið nr 1

Knattspyrnunámsskeiðið nr. 1 er haldið á tímabiliinu 8. júní – 29. júní og  fer fram á íþróttasvæði Þróttar  í Laugardal og er ætlað stelpum á aldrinum 5 – 12 ára.

Námsskeiðið er í umsjón Birgis Breiðdals, UEFA yfirþjálfara stúlkna í Þrótti. Birgir hefur séð um stelpuknattspyrnunámsskeið undanfarin 6 ár og er þetta í 7. sinn sem hann kemur að sérhönnuðum stúlknaknattspyrnuskóla.

Nesti og búnaður

 • Þú þarft að hafa með þér hollt og gott nesti að heiman.
 • Ekki er leyfilegt að hafa meðferðis sælgæti eða gosdrykki.
 • Nestistíminn er frá kl 10:30 – 11:00.
 • Í íþróttahúsi Þróttar er góð aðstaða í búningsherbergjum til að geyma bakpokann sinn en í honum ætti að vera:
 • Auka sokkar
 • Stuttbuxur
 • Regngalli
 • Vatnsbrúsi
 • Nesti
 • Þú verður að koma klædd eftir veðri og nauðsynlegt er að merkja fötin sín vel.

Í Stúlknaknattspyrnuskóla  Þróttar höfum við eftirfarandi markmið að leiðarljósi:

 • að efla félagsþroska og samskiptahæfni
 • að auka hreyfigetu og líkamsþrek
 • að stuðla að aukinni útiveru og hvetja til margbreytilegrar hreyfingar
 • að undirbúa stelpurnar undir frekari íþróttaáhuga
 • að hafa gaman saman

Almenn Dagskrá Knattspyrnuskólans

9:00

Mæting í félagsheimili Þróttar
Nesti og hlífðarfötum komið fyrir í búningsklefa
Spjall um verkefni dagsins

9:15

9:30

Upphitun með og án bolta
– Leikir, drillur, boltaæfingar og boltaleikir
– Stöðvaþjálfun/hringþjálfun/Einstaklingsþjálfun

10:30

Nesti að heiman og vatnssopi – frjáls tími

11:00

Kósýstund – brallað eitthvað skemmtilegt saman.

12:00

Námsskeiði lýkur.

    

Það verður létt kósýstemmning  á námsskeiðinu í takt við stemmninguna og veðrið dag frá degi.

 • Förum í marga skemmtilega leiki,  eitthvað nýtt ofurstuð  verður brallað, í bland við gamalt og gott
 • Förum pottþétt eina í ísferð í Huppu og gæðum okkur á  gæðum okkur á þeirra frábæra ís
 • Það er komin áskorun á meistarflokk kvk að spila leik við þær.
 • Einnig fáum við góða gesti
 • Tímatökurnar með skemmtilegum verðlaunum verða á sínum stað.
 • Ýmsar aðrar keppnir með verðlaunum í lok hverrar þrautar.

Í lok námsskeiðisins eru allar stelpur sem keyptu námsskeiðið  leystar út með glæsilegum glaðningi.

Einsog undanfarin ár munum við bralla margt skemmtilegt

Skráning fer fram á hjá thorir@trottur.is. Ef eitthvað er óljóst þá endilega hafðu beint samband við Bigga (699-8422, birgir@trottur.is).

Hlökkum til að sjá ykkur og endilega bjóðið vinkonum að koma með 🙂

Kveðja Biggi.