Fjölgreinaskóli Þróttar og Ármanns

Ath. þetta námskeið er aðeins í boði á sumrin.

Eftirfarandi upplýsingar eiga við sumarið 2016.

Boðið er upp á faglegt tveggja vikna námskeið í útivistarparadís Reykjavíkur í Laugardalnum. Á námskeiðunum fá börnin að kynnast fjölmörgum íþróttagreinum í bland við leiki og vettvangsferðir. Mikil áhersla er lögð á hreyfingu á námskeiðinu og fara börnin fótgangandi sem víðast.

Námskeiðið er fyrir börn fædd 2006-2010 og er allan daginn. Starfsmenn á námskeiðinu hafa breiðan bakgrunn úr ólíkum íþróttagreinum. Skipulögð dagskrá er á milli 9-12, svo er hádegismatur og frjáls leikur á milli 12-13, svo aftur skipulögð dagskrá á milli 13-16. Gæsla er í boði á milli 8-9 og 16-17 og er hún gjaldfrjáls.

Verð á tveggja vikna námskeiði er 25.000 krónur og innifalinn er heitur hádegismatur. Veittur er 15% systkinaafsláttur af lægra gjaldi.

 • Námskeið 1 -13. júní – 24. júní (9 daga námskeið)
 • Námskeið 2 – 27. júní – 8. júlí (10 daga námskeið)
 • Námskeið 3 – 11. júlí – 15. júlí (5 daga námskeið)
 • Húsið lokað 18.júlí- 29.júlí
 • Námskeið 4 – 2. ágúst – 5. ágúst (4 daga námskeið)
 • Námskeið 5- 8. ágúst – 19. Ágúst (10 daga námskeið)

Skráning í fjölgreinaskólann fer fram á https://armenningar.felog.is.

Nauðsynlegt er að nýskrá sig inn í kerfið til að geta klárað skráningu.
Nánari upplýsingar fást á netfanginu sumarskoli2016@gmail.com.

Þórir Hákonarson

 • Þórunn Lár ,

  Góðan dag. Dóttir mín er sex ára og er að byrja í skólanum í næstu viku. Til stóð að hún yrði í leikskólanum þangað til. Hún er döpur yfir því að flestir jafnaldrar hennar eru ekki lengur í leikskólanum, en þó nokkrar vinkonur hennar eru á fjölgreinanámskeiðinu ykkar, sem við ekki vissum fyrirfram. Hana langar mikið að skipta – hætta í leikskólanum og koma á námskeið svo hún geti amk hitt vinkonur sínar smá. 🙂 Nú sá ég að námskeiðið byrjaði í síðustu viku,….er möguleiki að hún fái að vera seinni vikuna og byrji í dag eða á morgun? Bestu kveðjur, með vona um jákvæð svör! Þórunn.

  • Linda Mjöll Kemp ,

   sæl, langar að skrá drenginn minn á fjölgreinanámskeiðið frá 6. til 17. . Júlí. Hvernig ber ég mig að við það? Er í síma 6166789