Þróttur og Fjölnir bjóða saman upp á tennisnámskeið og æfingar í sumar á Þróttarvöllunum í Laugardalnum. Öflugir og vinsælir tennisþjálfarar kenna og stjórna æfingunum, en það eru þau Carola Frank sem er doktor í hreyfifræði og með meistarapróf í Íþróttafræði og Hinrik Helgasson.

Námskeið og æfingar standa út ágúst. Hægt er að kaupa staka mánuði eða allt sumarið og njóta afsláttar. Tennisdeild Þróttar veitir 50% afslátt af árgjaldi sínu fyrir þá sem sækja eitthvert af neðangreindum námskeiðum.

Námskeið hefjast mánudaginn 13. júní, vinsamlegast skráið ykkur sem fyrst.

Sumarnámskeið tennis 2016 (PDF)