Nik Chamberlain,  sem þjálfað hefur meistaraflokk kvenna og 2. og 3.flokk kvenna hefur verið ráðinn út keppnistímabilið 2021.  Nýr samningur gerir ráð fyrir að hann verði áfram þjálfari meistaraflokks og 2.flokks kvenna auk þess að vera yfirþjálfari yngri flokka stúlknamegin.  Nik hefur verið þjálfari meistaraflokks kvenna undanfarin ár hjá Þrótti með góðum árangri og hefur töluvert uppbyggingarstarf átt sér stað sem nú hefur skilað okkur í efsta sæti Inkassodeildarinnar þegar fjórar umferðir eru eftir og baráttan um Pepsi Max deildar sætið er hörð.  Þróttur fagnar endurnýjun samnings við Nik og við horfum björtum augum til áframhaldandi uppbyggingar og nýrra áskorana á komandi tímabilum.  Lifi…..!