Undanfarnar vikur hefur aðalstjórn félagsins unnið að endurskipulagningu á handknattleiksdeildinni og nú hefur stjórn handknattleiksdeildar verið mynduð fram að næsta aðalfundi deildarinnar. 

Stjórnina  skipa þau Vala Valtýsdóttir (formaður), Gísli Óskarsson og Guðmundur Óskarsson og verður þeirra verkefni á næstunni að vinna að stefnumótun handboltans í samráði við nýráðinn yfirþjálfara, Óskar Jón Guðmundsson.  Jafnframt mun stjórn deildarinnar vinna að því að fá til liðs við sig aðila sem geta komið að yngri flokka starfi félagsins í handboltanum.  Við bjóðum þau velkomin til starfa og óskum þeim farsældar í verkefnunum sem framundan eru.  Lifi….!