Andrea Rut valin í U16 ára landsliðið

Jörundur Áki Sveinsson landsliðsþjálfari U16 kvenna hefur valið landsliðið sem taka mun þátt í æfingamóti UEFA í Króatíu 6.-12. maí n.k. 

Þróttarinn Andrea Rut Bjarnadóttir hefur verið valin í þann 20 manna hóp sem tekur þátt í mótinu fyrir Íslands hönd.  Andrea sem fædd er 2003 hefur gegnt stóru hlutverki í liði Þróttar undanfarið og lék 16 leiki á síðustu leiktíð í deild og bikar og skoraði í þeim 7 mörk.   Hún er ekki alveg ókunn landsliðshópnum þar sem hún hefur þegar komið við sögu í 5 leikjum hjá U17 ára landsliðinu og lék síðast með því í milliriðlum í marsmánuði. 

Við óskum Andreu Rut til hamingju með valið og vitum að hún verður Þrótti til sóma sem og landi og þjóð í komandi verkefni.  Lifi…..!