Ingólfur Hilmar Guðjónsson hefur verið ráðinn til að þjálfa meistaraflokk kvenna í blaki fyrir tímabilið 2017-2018.
Það hafa verið miklar þjálfarabreytingar hjá liðinu að undanförnu en Ólafur Jóhann Júlíusson hætti með liðið á miðju tímabili. Þá tók Róbert Karl Hlöðversson við stöðunni. Skömmu eftir að hann hóf störf var Ingólfur ráðinn sem aðstoðarþjálfari.

Ingólfur Hilmar spilar sjálfur með Aftureldingu og var á dögunum krýndur bikarmeistari. Hann spilaði með HK frá 2002-2013 og Göteborg United frá 2013-2015. Ingólfur hefur einnig spilað 23 leiki með A-landsliði Íslands, og fjölmarga leiki með unglingalandsliðunum.
Þróttur endaði í 6. Sæti í Mizunodeild kvenna á þessu tímabili með 9 stig eftir 18 leiki. Þróttur Reykjavík komst einnig í átta liða úrslit í Kjörísbikarnum, en tapaði í fimm hrinu leik fyrir Stjörnunni.

,,Ég er mjög spenntur, þegar ég byrjaði að þjálfa þessar stelpur í vetur sá ég hversu efnilegar þær eru! Ég vill bara vinna og er óhræddur við það að segja að við stefnum á top 4 í bikar og deild! Þetta eru stór markmið og þarfnast gífurlegrar vinnu frá mér og leikmönnunum svo þetta takist! (tekið af blakfrettir.is)
(mynd: Ingólfur og Brynja Guðjónsdóttir, gjaldkeri)