FRÉTTIR


 • Atli Eðvaldsson verður gestur okkar föstudaginn 15.mars

  Það verður fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu karla, Atli Eðvaldsson, sem verður næsti gestur okkar. Atli hefur víða farið, landsliðsmaður, atvinnumaður í Þýskalandi og þjálfari margra félaga, svo fátt eitt sé nefnt.

  Hann er einnig tengdur Þrótti, þjálfaði meistaraflokk karla 2005 og 2006, og síðar í gegnum börnin sín en þau Sif og Emil léku bæði fyrir félagið og Egill er í þjálfarateymi meistaraflokks kvenna.

  Hann hefur því af nógu að taka þegar kemur að umræðuefnum.

  Þeir Sigurður K. Sveinbjörnsson í sigurdurks@simnet.is og Helgi Þorvaldsson í síma 821-2610 taka við pöntunum að venju.

  Verðið er óbreytt, kr.2500 og ekki nauðsynlegt að vera í Þrótti.

  HM-hópurinn

  Herrakvöld Þróttar | Laugardaginn 16. mars

  HERRAKVÖLD ÞRÓTTAR verður laugardaginn 16. mars. | Miðaverð 7.500 kr. Til að panta miða, taka frá borð og greiða, sendu tölvupóst á otthar@trottur.is.

  Saga Garðars verður með uppistand
  Dóri Gylfa mun slá á létta strengi
  Veislustjóri verður Kristján Kristjánsson
  Húsið opnar kl 18.00 (Happy Hour á barnum)
  Borðhald hefst kl 19.30
  Veglegir vinningar í happdrætti
  Uppboð á glæsilegum varningi
  Geggjaður matur

  Matseðill:
  Trufflusveppa marinerað lambalæri
  Kjúklinga upplæri í rósmarín og hvítlauk

  Herrakvöld Þróttar | Laugardaginn 16. mars

  Úrslitin í skákinni á mánudag.

  Í lengri skákunum urðu úrslit sem hér segir: Helgi vann Sölva, Sigurður vann Jón H.,
  Óli Viðar vann Braga og Júlíus vann Davíð. Theodór sat yfir. Þegar aðeins ein umferð er eftir er Sigurður efstur með 6 vinninga, Júlíus er annar með 5,5 vinninga og Óli
  Viðar þriðji með 4,5 vinninga.
  Í hraðskákinni varð Sigurður efstur með sex vinninga í sjö skákum, í öðru til þriðja sæti með 5,5 vinninga urðu þeir Davíð og Júlíus og í fjórða sæti með 4 vinninga varð
  Helgi. Þegar tvær umferðir eru eftir er Sigurður efstur með 48 stig, annar Júlíus með 44 stig og þriðji er Davíð með 33 stig. Næst verður teflt 18.mars.


STYRKTARAÐILAR

 • coca-cola_european_partners-square
 • holdur-125x125
 • Þróttur-lyklar


 • 125-vismot
 • 125-reycup-siminn