FRÉTTIR


 • Rafn Andri og Þróttur framlengja samning

  Rafn Andri Haraldsson og knattspyrnudeild Þróttar hafa náð samkomulagi um framlengingu samnings sem gildir nú út keppnistímabilið 2020.

  Rafn Andri sem fæddur er árið 1989 er uppalinn Þróttari en lék keppnistímabilin 2011 og 2012 með Pepsi-deildar liði Breiðabliks og á að baki nærri 200 leiki í meistaraflokki auk 15 landsleikja með yngri landsliðum Íslands.

  Hann kom við sögu í 17 leikjum Þróttar í Inkassodeildinni á nýafstöðnu tímabili auk þess að leika þrjá leiki í Mjólkurbikarnum.

  Við Þróttarar fögnum framlengingu samnings við Rabba og að liðið muni njóta krafta hans a.m.k. næstu tvö keppnistímabil í þeirri baráttu sem framundan er.

  Lifi……!

  Runólfur Trausti aðalþjálfari 4. og 7.flokks stúlkna

  Runólfur Trausti Þórhallsson hefur verið ráðinn aðalþjálfari 4. og 7. flokks stúlkna hjá Þrótti og hefur þegar hafið störf.

  Runólfur er 28 ára gamall og hefur lokið KSÍ II menntun í þjálfun auk þess hann hefur reynslu af þjálfun og umsjón með knattspyrnu -og íþróttaskólum barna undanfarin sumur samhliða því að starfa við íþróttadeild RÚV.

  Fljótlega verður boðað til funda með foreldrum iðkenda þessara aldursflokka þar sem gefst tækifæri til þess að kynnast þessum nýja „Þróttara“ betur og hans áherslum.

  Við bjóðum Runólf velkominn til starfa í félaginu.

  Lifi…….!

  Silfur á Íslandsmóti 50+

  Þróttarar unnu til silfurverðlauna á Íslandsmóti 50 ára og eldri um helgina. Þessi árangur er til marks um mikið uppbyggingarstarf í Old boys starfi félagsins því liðið hefur hækkað sig um eitt sæti á mótinu á hverju ári undanfarin ár. Það er því ljóst hvert markmiðið er fyrir næsta ár.

  Fyrir lokatúrneringuna sem fór fram í Reykjaneshöll um helgina átti Þróttur veika von um að vinna til gullverðlauna en varð að treysta á hagstæð úrslit í öðrum leikjum en sú von varð ekki að veruleika. Lokaleikurinn var hreinn úrslitaleikur um annað sætið gegn Íslandsmeisturum síðustu tveggja ára, Keflavík/Víði. Þróttur, sem varð að vinna leikinn, lenti undir í fyrri hálfleik en með  baráttu og útsjónarsemi hafðist 2-1 sigur. Þess má geta að Knattspyrnufélag Reykjavíkur vann mótið.

  Efri röð frá vinstri: Magnús Dan Bárðarson, Ólafur Stefán Magnússon, Sólmundur Jónsson, Júlíus Júlíusson og Flosi Helgason. Neðri röð: Ágúst Tómasson, Benjamín Sigursteinsson, Karl S. Gunnarsson, Geir Leó Guðmundsson og Stefán B. Mikaelsson.

  Jamie Brassington framlengir þjálfarasamning

  Jamie Brassington hefur framlengt samning sinn við Þrótt sem markmannsþjálfari félagsins til tveggja ára.

  Jamie mun því áfram vera markmannsþjálfari meistaraflokka og yngri flokka hjá Þrótti en hann hefur þegar skilað góðu starfi með markverði félagsins í öllum flokkum.

  Hann hefur lokið markmannsþjálfaranámi KSÍ og hefur hafið ferli innan KSÍ sem gefur honum UEFA B gráðu í þjálfun.

  Það er mikið gleðiefni fyrir Þróttara að Jamie verði hjá okkur áfram og fljótlega verða auglýstir tímar í yngri flokkum fyrir markmannsæfingar


STYRKTARAÐILAR

 • coca-cola_european_partners-square
 • hummel-125x125
 • holdur-125x125
 • Þróttur-lyklar


 • 125-vismot
 • 125-reycup-siminn