FRÉTTIR


 • Jólahappdrætti 2017 vinningaskrá.

  Hið árlega jólahappdrætti Þróttar er ein mikilvægasta fjáröflun sem félagið ræðst í á hverju ári. Líkt og áður fer sala fram með þeim hætti að hver iðkandi fær með sér að lágmarki tíu miða sem hann/hún á að selja. Hver miði kostar 1.500 krónur. Hver iðkandi heldur eftir 500 krónum af þeirri upphæð sem sölu­launum en 1.000 krónur af hverjum miða renna til Þróttar.

  Í gegnum tíðina hefur happdrættissalan verið kjörin leið til að safna fé fyrir mótakostnaði, æfingagjöldum eða þeim keppnisferðum sem framundan eru næsta sumar. Skila þarf inn óseldum miðum og peningum fyrir seldum miðum til þjálfara í síðasta lagi 15. desember (ath 1.000 kr. af hverjum seldum miða því iðkandinn heldur eftir 500 kr. sem sölulaunum).

  Dregið verður í happdrættinu þann 29. desember og einungis verður dregið úr seldum miðum. Því eru vinningsmöguleikar gríðarlega miklir.

  Nálgast má fleiri miða á skrifstofu Þróttar.

  Vinningaskrá og númerin verða birt á www.trottur.is

  Jólahappdrætti Þróttar 2017 – Vinningaskrá

  Með Jóla- og Þróttarkveðju

  Jólafrí frá æfingum yngri flokka (3-8 flokkur) innan deilda Þróttar verður sem hér segir:

  Knattspyrna:

  Síðustu æfingar fyrir jólafrí verða sunnudaginn 17. desember og fyrstu æfingar eftir jólafrí verða þriðjudaginn 2. janúar.

  Handbolti:

  Síðustu æfingar fyrir jólafrí verða miðvikudaginn 20. desember og fyrstu æfingar eftir jólafrí verða þriðjudaginn 2. janúar.

  Blak:

  Síðustu æfingar fyrir jólafrí verða föstudaginn 15. desember og fyrstu æfingar eftir jólafrí verða þriðjudaginn 2. janúar.

  Opnunartími skrifstofu um jól og áramót verður sem hér segir:

  23.desember – 1.janúar                               Lokað

  Fyrsti opnunardagur eftir áramót verður því þriðjudaginn 2.janúar

  Andrea Rut og Jelena Tinna á úrtaksæfingar U16

  Jörundur Áki landsliðsþjálfari U16 kvenna valdi Þróttarana Andreu Rut Bjarnadóttur og Jelenu Tinnu Kujundzic á úrtaksæfingar landsliðsins sem fram fara 16. og 17. desember n.k.  Stelpurnar eru í 28 stúlkna hópi sem valdar voru til æfinga að þessu sinni en æfingarnar fara fram í Akraneshöllinni og í Egilshöll.

  Jelena hefur áður verið valin í þennan hóp en Andrea Rut er hér valin í fyrsta skipti.  Við óskum þeim til hamingju með valið og vitum að þær verða til sóma.  Lifi Þróttur!

  Úrslitin í skákinni 5.desember.

  Í lengri skákunum urðu úrslit sem hér segir: Davíð vann Sölva, Jón H. vann Braga,

  Theodór vann Helga og Óli Viðar vann Kjartan. Júlíus sat yfir.

  Í hraðskákinni fóru leikar þannig: Kjartan varð efstur með 8 vinninga í 9 skákum,annar varð Theodór með 7 vinninga, þriðji Davíð með 6 vinninga og í 4-5 sæti með

  5 vinninga urðu þeir Bragi og Óli Viðar. Eftir fjórar umferðir er Kjartan efstur með 15,5 stig og Theodór annar með 13,5 stig. Næst verður teflt 19.desember en þá verður aðeins tefld hraðskák.


STYRKTARAÐILAR


 • coca-cola_european_partners-square
 • hummel-125x125
 • holdur-125x125
 • Þróttur-lyklar

 • 125-vismot
 • 125-reycup-siminn