FRÉTTIR


 • Þróttarar valdir í blaklandslið Íslands

  káttíhöll1

  Framundan eru tvö landsliðsverkefni blaklandsliða Íslands. Annars vegar undankeppni HM, sem liðið tekur nú þátt í fyrsta sinn og svo Smáþjóðaleikarnir í kjölfarið. Undankeppni HM fer fram í Halmstad í Svíþjóð en Smáþjóðaleikarnir fara að þessu sinni fram í Lúxemborg. Þróttur á tvo fulltrúa í karlalandsliðinu. Fannar Grétarsson, miðjumaðurinn öflugi, er enginn nýgræðingur í íslenska landsliðinu en hann hefur tekið þátt í verkefnum þess á síðustu árum. Hinsvegar er Halldór Ingi Kárason að stíga sín fyrstu A-landsliðsskref fyrir Íslandshönd. Þróttur óskar þeim báðum til hamingju með þann heiður að fá að keppa fyrir Íslands hönd. Því miður eiga Þróttarar enga fulltrúa í landsliði kvenna að þessu sinni.

  Þróttaravarpið rúllar af stað á ný

  þróttaravarp

  Varpstjóri Þróttaravarpsins skrapp í stutt sumarfrí og því hefur lítið gerst á varpinu að undanförnu og leikirnar hafa safnast upp. Á næstu dögum stendur til að koma því lag. Best er að fylgjast með á síðu Þróttaravarpsins á Youtube. Hægt er að leita að Þróttaravarpinu, sem heitir reyndar Throttaravarp og varpstjóri mælir einnig með því að Þróttarar, og aðrir, gerist áskrifendur að síðunni. Alls bíða fimm leikir þess að komast að svo endilega kíkið á heimasíðu Þróttaravarpsins á næstu dögum.

  Sumarnámskeið Þróttar 2013

  P1000656

  Líkt og fyrri sumur mun Íþróttaskólinn í Laugardal vera starfræktur nú í sumar. Íþróttaskólinn í Laugardal er samstarfsverkefni Þróttar og Ármanns. Þróttur heldur úti knattspyrnuskóla og fjölgreinaskóla í samvinnu við Ármann. Skráning á námskeiðin fer í gegnum skráningarsíður félaganna og er nú þegar opin.

  Hægt er að kaupa heitan hádegismat. Keypt er ein vika í senn og er það gert í skráningakerfinu. Verð fyrir vikuna er 3.000 krónur.

  Nánari upplýsingar:

  VÍS-mót Þróttar 25.-26. maí – Skráning sjálfboðaliða!

  VÍS-mót Þróttar – Skráning sjálfboðaliða!

  Fótboltahátíð VÍS og Þróttar verður haldin í

  Laugardalnum 25.–26.maí 2013

  Skráning sjálfboðaliða er hafinn og stuðningur foreldra mikilvægur.

   

  Ágætu foreldrar og forráðmenn,

   

  Nú er undirbúningur fyrir VÍS mót Þróttar er í fullum gangi. Þetta mót er ætlað yngri flokkum félagsins og hefur notið

  mikilla vinsælda. VÍS mótið er í raun stærsta fjáröflun Barna- og Unglingaráðs

  (BUR) Þróttar. Því er gríðarlega mikilvægt að þið sjáið ykkur fært að leggja okkur lið við þetta þannig að enn eitt stórmót

  fyrir yngri flokka fari fram á vegum Þróttar og verði félaginu og aðstandendum þess til sóma.

   

  Góður gangur þessa móts skiptir sköpum varðandi rekstur allra flokka, 3.-8.flokks.

   

  Skráning sjálboðaliða er á síðunni hér:

  https://docs.google.com/forms/d/1hSmeufM5I1WC8Lt1vBtoaGjw3uukybQ4uwyrrnq1Cykviewform

   

  Ýmislegt er í boði og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Við óskum eftir að sem flest ykkar sjái sér fært um að hjálpa að einhverju leiti.

   

  Virðingarfyllst,

  Mótstjórn VÍS

   


STYRKTARAÐILAR


 • coca-cola_european_partners-square
 • hummel-125x125
 • holdur-125x125
 • Þróttur-lyklar

 • netsofnun_trottur_1_125x125
 • 125-vismot
 • 125-reycup-siminn