FRÉTTIR


 • Tennisnámskeið í sumar

  Í sumar starfrækir Tennisdeild Þróttar tennisskóla á tennisvöllunum í Laugardal við félagshús Þróttar virka daga í sumar frá kl. 13:00-16:00 fyrir börn 6-12 ára.

  Farið verður í öll helstu grunnatriði tennisíþróttarinnar í bland við skemmtilega tennisleiki og hlaupa- og boltaleiki. Í lok hvers námskeiðs verður haldin pizzaveisla og fá allir nemendur viðurkenningarskjal. Verð fyrir hvert tveggja vikna námskeið er kr. 19.900. Systkinaafsláttur er 10%.

  Hvert námskeið stendur yfir í tvær vikur og verða eftirfarandi:

  1. námskeið: 11.-21. júní

  2. námskeið: 24. júní-5. júlí

  3. námskeið : 8.-19. júlí

  4. námskeið: 6.-16. ágúst

  Skráning er opin og fer fram í skráningarkerfi Þróttar á slóðinni https://trottur.felog.is/

  Ath. Frestið ekki skráningu því aðeins 20 krakkar komast á hvert námskeið.

  Þróttari vikunnar

  Þróttari vikunnar er Bill Shirreffs, knattspyrnumaður með meistaraflokki Þróttar og þjálfari.

  William James (Bill) Shirreffs, 1921-2010, var fæddur í Aberdeen í Skotlandi og hóf kornungur að leika knattspyrnu með skólaliðum. Tók hann þátt í skólakeppni fyrir biblíuskóla en viðurkennir að það hafi ekki verið af trúarástæðum, heldur gat skólinn boðið upp á góð skilyrði til íþróttaiðkana. Þegar síðari heimsstyrjöldin skall á var hann kvaddur í herinn eins og aðrir ungir menn og var í hernum í 6 ár. Hann var lengst af staðsettur í Indlandi og Burma og þar fengu þeir oft heimsóknir frá liðum á Bretlandseyjum sem léku gegn þeim og voru oft frægir leikmenn í báðum liðum.  Hann kom fyrst til Íslands 1941 en staldraði stutt við en kom síðan aftur 1947 og ílentist, kvæntist tvisvar og átti fjögur börn.  Hann segir að ástæðan fyrir því að hann gerðist Þróttari hafi verið að tveir ýtnir stjórnarmenn, þeir Haraldur Snorrason og Bjarni Bjarnason hafi ekki linnt látum fyrr en hann hafði verið plataður í Þrótt.  Hann hóf strax að leika með meistaraflokki sem til að byrja með lék aðeins gegn liðum hinna ýmsu fyrirtækja, áður en leyfi fékkst til að taka þátt í opinberum mótum.  Hann lék 85 leiki í meistaraflokki sem er alveg magnað afrek því leikir flokksins voru ekki mjög margir á ári. 

  Hann fékk íslenskan ríkisborgararétt og tók upp nafnið Baldur Ólafsson en alltaf var hann kallaður Bill. Honum gekk vel í leikjum með Þrótti og var oft valinn í úrvalslið Reykjavíkur og oft var fyrirsögnin „Bill var bestur“. Eitt árið var hann valinn besti knattspyrnumaður Reykjavíkur. Hann segir að sér hafi gengið vel í leikjum gegn Alberti Guðmundssyni og oft náð að pirra hann en gekk bölvanlega að eiga við Ríkharð Jónsson.  Bill lék með meistaraflokki til 1963  þegar hann var á fertugasta og öðru aldursári og slakaði aldrei á.  Hann þjálfaði flokkinn 1960 og átti sinn þátt í góðu gengi 4.flokksins 1951, þegar fyrsti sigur félagsins náðist.


STYRKTARAÐILAR

 • coca-cola_european_partners-square
 • holdur-125x125


 • 125-vismot
 • 125-reycup-siminn