FRÉTTIR


 • Fjör á fyrstu æfingu í göngufótboltanum

  Fyrsta æfing í svokölluðum göngufótbolta var haldin föstudaginn 1.desember s.l. og þrátt fyrir að þátttakendur hefðu mátt vera fleiri þá var mikil ánægja með þessa útfærslu á fótboltanum og augljóst að þarna er vettvangur fyrir fótboltamenn á öllum aldri beggja kynja. Sögulegum fyrsta opinbera leiknum í göngufótbolta á Íslandi lauk með jafntefli, 4-4, en nokkuð mæddi á dómara leiksins sem ítrekað þurfti að stöðva æsta leikmenn sem í hita leiksins tóku upp á því að hlaupa en það er einmitt bannað i þessari íþrótt. Að loknum skemmtilegum leik var þátttakendum boðið í súpu og brauð í félagsheimili Þróttar þar sem tilþrif einstakra leikmanna voru rædd og spjallað um næstu skref.  Ákveðið var að halda föstum æfingatíma á föstudögum kl. 12:00 og eru áhugasamir hvattir til að mæta og taka þátt í skemmtilegum leik í góðum félagsskap.

  sjá myndir.

  Lesa meira

  Líf og fjör á Handboltamóti 7. flokks karla

  Handboltastrákarnir í 7. flokki karla fóru á sitt annað mót í vetur um síðastliðna helgi. Mótshaldarar voru Fram og var spilað í Fram húsinu sem og í íþróttahúsi Álftamýrarskóla

  Í 7. flokk í handbolta eru mörkin ekki talin á mótum en strákarnir alltaf vissir samt sem áður hverjir standa uppi sem sigurvegarar í lok leikja

  Þróttur sendi 2 lið til leiks. Lið 2 spilaði á föstudeginum og léku við hvurn sinn fingur og ljóst að þeir eru að öðlast meira sjálfstraust og eru að ná meiri færni.

  Lið 1 spilaði síðan á laugardeginum og ljóst að þeir eru einnig í framför. Fastari og betri sendingar og betri gabbhreyfingar og betra stöðumat varnarlega og sóknarlega

  Ljóst er að framtíðin er björt hjá þessum strákum haldi þeir rétt á spilunum

  Lifi Þróttur

  Við minnum á göngufótboltann á morgun, spáin er góð, og því tilvalið að skella sér í fótbolta.

  Göngufótbolti í Laugardal – fótbolti fyrir eldri borgara

  Föstudaginn 1.desember kl 11:00 verður kynning á Eimskipsvellinum á „Göngufótbolta“ sem er fótbolti ætlaður eldri iðkendum og er hugsaður til að hvetja eldri borgara og aðra til þess að stunda heilbrigða hreyfingu í góðum félagsskap.  Ef næg þátttaka verður í framhaldinu mun Þróttur í samstarfi við Reykjavíkurborg, skipuleggja reglulegar æfingar í vetur í þessari íþrótt sem hefur notið töluverðra vinsælda í Englandi og á Norðurlöndunum.

  Viltu taka þátt eða kynna þér málið betur?  Vinsamlegast hafið samband við Ótthar á netfanginu otthar@trottur.is


STYRKTARAÐILAR


 • coca-cola_european_partners-square
 • hummel-125x125
 • holdur-125x125
 • Þróttur-lyklar

 • 125-vismot
 • 125-reycup-siminn