FRÉTTIR


 • Unglingadómaranámskeið hjá Þrótti mánudaginn 13. janúar

  throttur_merki

  -Verður haldið í Þróttaraheimilinu mánudaginn 13. janúar kl. 18:00

  Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Þrótt og hefst kl. 18:00.  Námskeiðið stendur í um tvær og hálfa klukkustund og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri.

  Á námskeiðinu er lögð aðaláhersla á knattspyrnulögin en auk þess verður einnig farið yfir ýmis konar kynningarefni, fræðsluefni, skýringar og skýringarmyndir.  Námskeiðinu lýkur með skriflegu prófi viku síðar.

  Námskeiðið er ókeypis.

  Sá sem lýkur unglingadómaraprófi hefur rétt á að dæma í 4. flokki og neðar ásamt því að vera aðstoðardómari upp í 2. flokk.

  Skráning er hafin á magnus@ksi.is.

  Æfingar hefjast í dag eftir frí (Vorönn 2014)

  Æfing 5.nóv

  Æfingar hefjast í dag, mánudaginn 6.jan aftur eftir jólafrí samkvæmt æfingatöflum.

  Æfingatímar eru óbreyttir frá haustönn hjá yngri flokkum í öllum íþróttagreinum.

  7.flokkur karla í handbolta hefur þó ekki æfingar fyrr en miðvikudaginn 8.jan.

   

  Þeir flokkar sem hefja leik í dag eru eftirfarandi:

   

  Knattspyrna

  7.flokkur karla kl. 15.00-16.00 (Gervigras)

  7.flokkur kvenna kl. 15.00-16.00 (Laugardalshöll)

  6.flokkur kvenna kl. 15.00-16.00 (Gervigras)

  6.flokkur karla kl. 16.00-17.00 (Gervigras)

  5.flokkur kvenna kl. 16.00-17.00 (Gervigras)

  4.flokkur kvenna kl. 17.00-18.00 (Gervigras)

  3.flokkur karla kl. 17.00-18.00 (Gervigras)

   

  Handknattleikur

  5.flokkur karla kl. 16.10-17.00 (MS)

  4.flokkur karla kl. 17.00-18.00 (Laugardalshöll)

  6.flokkur kvenna kl. 18.00-19.00 (MS)

  3.flokkur karla kl. 21.40-23.00 (Laugardalshöll)

   

  Blak

  4.flokkur kl. 18.00-19.20 (Laugardalshöll)

  Frístundarútan aftur af stað eftir jólafrí

  Kæru foreldrar

   

  Nú fer frístundarútan að fara af stað aftur eftir jólafrí. Rútan hefur verið styrkt af Reykjavíkurborg að hluta til og hafa félögin (Þróttur og Ármann) sem reka rútuna saman greitt svo fyrir það sem uppá hefur vantað. Í haust var tekin ákvörðun um að rukka foreldra fyrir notkun á rútunni sökum þess að birgði félaganna hafði þyngst verulega með hverju ári og ekki hefði verið mögulegt að standa undir kostnaðinum áfram. Flestir foreldrar sýndu þessu mikinn skilning og við þökkum foreldrum fyrir að sýna þessu skilning en einmitt þess vegna getur rútan gengið áfram.

  “Undanfarin ár hefur rútan verið að kostnaðarlausu fyrir foreldra. Rútan hefur verið styrkt af Reykjavíkurborg að hluta til og hafa félögin greitt svo fyrir það sem uppá hefur vantað. Birgði félaganna hefur þyngst verulega með hverju ári og er nú svo komið að ekki er mögulegt fyrir þau að standa undir þessum kostnaði lengur. Var því tekin ákvörðun um að rukka foreldra fyrir notkun á rútunni í stað þess að leggja hana niður”.

   

  Eitt gjald er fyrir þá sem nota rútuna óháð því hversu margar ferðir eru nýttar. Gjaldið verður 7.000 krónur fyrir önnina og skráning í hana fer fram í gegnum skráningasíðu félagsins eins og áður, https://trottur.felog.is. Skráning fer þannig fram að tími ferðar og frístundaheimili er valið og þar er valmöguleiki um að velja ferðadaga. Ef barnið þarf að taka fyrri rútu einn daginn og seinni rútu annan, vinsamlegast hafið samband með tölvupósti.  Afskráningar í rútuna og breytingar þurfa að berast í tölvupósti til íþróttastjóra Þróttar, jakob@trottur.is.

   

  Athugið að allar skráningar frá haustönn gilda ekki yfir á vorönn. Því er mikilvægt fyrir alla sem hafa hug á að nýta sér þjónustuna áfram að klára skráningu fyrir vorönn á skráningarsíðum félaganna.

   

  Athugið að allar breytingar þurfa að berast til Jakobs frá foreldrum varðandi rútuferðir almennt, ef um einstaka forföll er að ræða, þá þarf að tilkynna það til frístundaheimilis. Ef breytingar eru á æfingatíma barna, þau færast á milli hópa eða æfingatími hópsins breytist, þá þarf að tilkynna það í fyrrgreind netföng.

   

  Rútan fer aftur af stað mánudaginn 6. janúar samkvæmt eftirfarandi skipulagi:

   

  Fyrri ferð

  Brottför frá Vogaseli 14:20

  Brottför frá Langholtsskóla 14:30

  Brottför frá Laugarseli 14:40

   

  Seinni ferð

  Brottför frá Vogaseli 15:15

  Brottför frá Glaðheimum 15:25

  Brottför frá Laugarseli 15:35

   

  Við viljum biðja ykkur um að lesa eftirfarandi reglur vel ef þið ætlið að nýta ykkur þjónustuna, það er mjög mikilvægt að eftirfarandi upplýsingar séu á hreinu.

   

  Nýskráning í rútuna þarf að berast í síðasta lagi fyrir 9:00 mánudaginn 6. janúar til þess að barnið geti byrjað að fara með rútunni í vikunni 6.- 10. janúar. Þegar barnið hefur verið skráð þá gildir sú skráning fram að sumri. Þetta á svo við um skráningar í rútuna hér eftir, skráning þarf að berast í síðasta lagi fyrir 9:00 mánudaginn í vikunni sem ferðir eiga að hefjast. Vinsamlegast óskið ekki eftir undantekningu á þessari reglu. Þessi vinnuregla hefur verið tekin upp með öryggi barnanna að leiðarljósi.

   

  Mjög mikilvægt er að láta starfsfólk frístundaheimilanna vita ef barn sleppir æfingu, þetta er hægt að gera með því að hringja eða senda tölvupóst á frístundaheimilið. Ef um stuttan fyrirvara er að ræða, hringið þá frekar. AthugiðEKKI er nóg að senda barnið með þessar upplýsingar.

   

  Ef barn byrjar að æfa nýja íþrótt og fer með frístundarútunni, er mjög æskilegt að foreldri verði búið að fylgja barninu a.m.k. einu sinni áður, jafnvel oftar hjá yngstu börnunum, áður en farið er með rútunni. Brýnið fyrir börnunum hvert þau eiga að fara í klefa og þ.h.

   

  Starfsmaður frístundaheimilanna fylgir börnunum í rútunni.

  Að lokum vonumst við eftir áframhaldandi góðu samstarfi og bendum ykkur á að koma með athugasemdir til undirritaðra eftir því sem við á.

   

  F.h. Þróttar

  Jakob Leó Bjarnason jakob@trottur.is

  Kjartan Fannar Grétarsson Íþróttamaður Þróttar 2013

  1480637_10152151882818566_1718708147_n
  Kjartan Fannar Grétarsson Íþróttamaður Þróttar 2013.

  Val á íþróttamanni Þróttar árið 2013 var kunngert við hátíðlega athöfn í félagsheimilinu í dag kl. 12:30. Þrír íþróttamenn voru tilnefndir þetta árið og það voru Kjartan Fannar Grétarsson (Blakdeild), Leifur Jóhannesson (Handknattleiksdeild) og Trausti Sigurbjörnsson (Knattspyrnudeild).

  Íþróttamaður Þróttar árið 2013 er Kjartan Fannar Grétarsson. Hér að neðan má sjá umfjöllun um afrek Fannars á þessu ári.

  Fannar varð stigahæsti leikmaður í hávörn, besti hávarnarleikmaðurinn, í Mikasadeild karla 2012 – 2013 og var þar með valinn í lið ársins í Mikasadeild karla það keppnistímabil.

  Einnig var Fannar valinn í karlalandslið Íslands og keppti með því í undankeppni HM í Svíðþjóð í vor sem og á Smáþjóðaleikunum í Luxemburg í byrjun sumars.  Hann fékk mikinn spilatíma í byrjunaliði landsliðsins.  Fannar er nú í 5. sæti yfir stigahæstu leikmenn í Mikasadeildinni 2013-2014 þegar mótið er hálfnað nú um áramótin.

  Fannar er uppalinn í Þrótti og hefur einungis spilað með Þrótti.

   

   

  Val á þróttara ársins var einnig kunngert við sama tilefni. Þróttari ársins 2013 er hinn einstaki Sigurður H. Hallvarðsson.

  1544464_10152151882998566_531969170_n
  Sigurður H. Hallvarðsson Þróttari ársins 2013 ásamt eiginkonu sinni henni Ingu.

  Sigga Hallvarðs þekkja allir Þróttarar enda hefur Siggi verið stór þátttakandi í starfi Knattspyrnunnar í Þrótti, bæði innan og utan vallar. Siggi er einn af leikjahæstu- og markahæstu leikmönnum Þróttar frá upphafi en hann lék 246 leiki fyrir Þrótt í meistaraflokki. Siggi er ekki einungis einn af markahæstu leikmönnum Þróttar frá upphafi heldur er hann einn af  markahæstu leikmönnum Íslandsmótsins í knattspyrnu frá upphafi.

   

  Vel var mætt í dag og áttu Þróttarar saman góða stund í síðasta skipti á þessu ári.

  1545687_10152151884263566_2108189842_n
  Á myndinni má sjá þá sem tilnefndir voru til Íþróttamanns Þróttar 2013 ásamt Sigurlaugi Ingólfssyni formanni Þróttar og Sigurði H. Hallvarðssyni Þróttara ársins 2013. Á myndina vantar Leif Jóhannesson.

   


STYRKTARAÐILAR

 • coca-cola_european_partners-square
 • hummel-125x125
 • holdur-125x125
 • Þróttur-lyklar


 • 125-vismot
 • 125-reycup-siminn