FRÉTTIR


 • Kærar þakkir til Þróttara á Vodafone Rey Cup

  Rey Cup 2013.
  Rey Cup 2013.

  Frábæru Rey Cup móti lauk í gær.  Veðurblíðan lék við okkur Þróttara og alla þátttendur og um klukkustund eftir að mótinu var slitið þá helltist rigningin yfir grasvellina, svona rétt til að koma þeim aftur í gang eftir álag síðustu daga. Mótstjórn Vodafone Rey Cup þakkar öllum Þrótturum sem þátt tóku í mótinu, leikmönnum, þjálfurum, fararstjórum, foreldrum, starfsmönnum Þróttar og öllum þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem gerðu okkur Þrótturum kleift að halda enn eitt mótið.  Fjölmargar myndir eru á facebook.com/VodafoneReyCup

  Takk fyrir

  stjórn Vodafone Rey Cup

   

  Aðalstjórn fundaði 4. júlí síðastliðinn – fundargerð

  Fundur aðalstjórnar 04.07.13

  Mættir: Sigurður K. Sveinbjörnsson (SKS), Eymundur Sveinn Leifsson (ESL), Sigurlaugur Ingólfsson (SI), Jón Ólafur Valdimarsson (JóV), Ragnar Þór Emilsson (RE), Þórhallur Haukur Þorvaldsson (ÞHÞ).

  ESL ritar fundargerð

  Dagskrá fundarins.

  1. Fundargerð síðasta fundar
  Farið var yfir fundargerð síðasta fundar.

  2. Málefnalisti frá framkvæmdastjóra.
  a. Starfsmannamál og ábyrgð sjálfboðaliða félagsins. – Rætt var um verkaskiptingu milli starfsmanna og sjálfboðaliða. Fundarmenn sammála um að þessu þyrfti að koma í skýrari farveg.
  b. Keppnis- og æfingaaðstaða. – Að tillögu formanns var ákveðið að endurvekja starfshóp um mannvirki Þróttar. Ragnar Emilsson falið að stýra þeim starfshóp. Markmið hans er m.a. að bæta og efla aðstöðu félagsins bæði til skamms tíma og svo til framtíðar.
  c. Tölvumál og vinnuaðstaða. Farið er lauslega yfir tölvumál og vinnuaðstöðu innan félagsins.

  3. Afmælishóf
  a. Tvö afmæli er framundan hjá félaginu, annars vegar afmæli félagsins svo og stórafmæli mikils Þróttara. Rætt var um undirbúning og aðkomu félagsins að þessum tveimur afmælisveislum.

  4. Önnur mál.
  a. Gjaldgeri fór yfir ráðningasamninga og önnur mál er snúa að starfsmannahaldi.
  b. Borist hefur aðalstjórn list yfir tillögur um aðila sem tilvalið væri að heiðra í náinni framtíð. Það sett í hendur formanns félagsins.
  c. Núverandi staða á lyftingasalnum rædd og framtíðaráform félagsins varðandi nýtingu á salnum.

  Guðbergur Egill ráðinn þjálfari meistaraflokkanna í blaki.

  Guðbergur Egill í miðjunni handsalar ráðningarsamning sinn við Jón Ólafur formann blakdeildar og Halldór Inga gjaldkera blakdeildar.
  Guðbergur Egill í miðjunni handsalar ráðningarsamning sinn við Jón Ólafur formann blakdeildar og Halldór Inga gjaldkera blakdeildar.

  Guðbergur Egill Eyjólfsson var í gær ráðinn þjálfara meistaraflokka karla og kvenna blakdeildar Þróttar R keppnistímabilið 2013-2014.

  Guðbergur Egill er 42 ára og er uppalinn í HK og var þar lykilleikmaður gullaldarliðs HK árin 1991-1996 auk þess sem hann spilaði með ÍS og KA árin 1996-1999.  Guðbergur spilar stöðu uppspilara og lék meða landsliðum Íslands á ofangreindum árum og er talinn einn af bestu uppspilurum sem Ísland hefur átt.  Hann varð m.a. nokkrum sinnum Íslands- og bikarmeistari með HK og ÍS og er mikill keppnismaður sem þolir hreinlega ekki að tapa.  Guðbergur tók sér síðan pásu á blakiðkun á nýju árþúsundi og gerðist bóndi fyrir norðan en hefur þó þjálfað yngriflokka Magna í Grenivík í blaki undanfarin ár.  Guðbergur tók svo upp aftur blakskóna seinasta keppnistímabil þegar hann gekk til liðs við Þrótt R á miðju keppnistímabili og sýndi að hann hafði engu gleymt í blakinu og fékk þá aftur tækifæri að spila með með reyndum Þrótturum eins og Jóhanni Sigurðssyni og Jóni Ólafi Valdimarssyni sem einnig voru með honum um tíma í gullaldarliði HK.

  Guðbergur Egill vill nú hefja þjálfaraferil sinn í blaki að alvöru og því ákvað blakdeild Þróttar R að nýta sér krafta Guðbergs þar sem þjálfarar meistaraflokkanna seinasta árs gefa ekki kost á sér sem þjálfarar áfram.  Guðbergur verður spilandi þjálfari með meistaraflokki karla.  Stjórn blakdeildar Þróttar R veit að Guðbergur er kraftmikill og metnaðarfullur einstaklingur sem vill ná sem lengst með sín lið og Guðbergur er nú þegar byrjaður að vinna í því að styrkja leikmannahóp meistaraflokkanna fyrir næsta keppnistímabil.  Ekki veitir af þar sem árangur meistaraflokkanna var sá slakasti frá stofnun blakdeildar Þróttar R því hvorugu liðinu náði að komast í undanúrslit í bæði bikar- og Íslandsmótinu.  En það vantaði sárlega lítið upp á að betur færi og því er stefnan að gera betur næsta keppnistímabil og jafnvel vera í alvörunni með í baráttunni um titla og er ráðning Guðbergs Egils liður í þeim markmiðum.

  Þróttur R bíður Guðberg Egil velkominn til starfa fyrir blakdeild félagsins.


STYRKTARAÐILAR


 • coca-cola_european_partners-square
 • hummel-125x125
 • holdur-125x125
 • Þróttur-lyklar

 • 125-vismot
 • 125-reycup-siminn