FRÉTTIR


 • Sumarakademía Þróttar

  Sérstakt akademíunámskeið Þróttar verður haldið í sumar fyrir iðkendur 3. og 4. flokks. Námskeiðið hefst 10. júní og stendur til og með 21. júní. Æft verður alla virka daga í Laugardalnum frá klukkan níu til klukkan ellefu. Stutt kaffihlé er um klukkan tíu og fá þátttakendur safa og ávöxt.

  Eins og áður stýrir Sándor Zoltán Fórizs æfingum og verður hann með aðstoðarfólk með sér eftir þörfum. Fullt samráð verður við þjálfara 3. og 4. flokks þannig að álagi á leikmenn verður stillt í hóf.

  Verð fyrir námskeiðið er 12.500 krónur og er hressingin innifalin.

  Frekari upplýsingar og skráning er hjá íþróttastjóra Þróttar á jakob@trottur.is.

  Þróttur beið lægri hlut

  Sól skein í heiði í gærkvöldi, fimmtudaginn 6. júní, þegar meistaraflokkur karla keppti gegn Leiknismönnum frá Breiðholti. Fyrri hálfleikurinn var rólegur og mikið um mistök hjá báðum liðum. Fá færi litu dagsins ljós og það eina sem kætti áhorfendur var sólskinið. Seinni hálfleikur var nýhafinn þegar dómari leiksins gaf Guðjóni Gunnarssyni sitt annað spjald og þar með rautt. Fréttaritari sá atvikið ekki vel en svo virtist sem um peysutog hefði verið um að ræða. Það verður að segjast að sakirnar voru litlar, sérstaklega þegar litið er til þess að brottvísun hefur ætíð mikil áhrif á leikinn.

  Þróttarar freistuðu þess að halda boltanum og drepa niður leik andstæðinganna. Það getur þó stundum reynst hættulegur leikur og á 65. mínútu refsuðu Leiknismenn Þrótturum. Eftir góðan samleik komst sóknarmaður Leiknis einn í gegn og renndi boltanum fram hjá Ögmundi sem kom út á móti. Þá var ljóst að á brattan væri að sækja. Þróttarar freistuðu þess að jafna en það voru Leiknismenn sem fengu betri færin. En allt kom fyrir ekki og mörkin urðu ekki fleiri og Leiknismenn unnu sinn þriðja sigur í röð.

  Óhætt er að segja að dómari leiksins hafi verið í aðalhlutverki. Ansi mörg gul spjöld litu dagsins ljós og t.a.m. fengu Oddur, Villi, Elli, Aron, Hlynur og Dóri allir gulspjöld og auk þeirra tveggja sem Gaui fékk. Í ljósi þess að leikurinn var ekki mjög grófur kemur það mjög á óvart að svo mörg spjöld skyldu fara á loft. En það dugar þó skammt að kenna dómaranum einum um. Þróttara virtust andlausir á löngum köflum og áttu í erfiðleikum að halda boltanum innan liðsins og skapa sér færi. Leikurinn var því slakur en þó skal nefna góð frammistaða Kalla sem var mjög öflugur í vörninni og Ögmundur sem bjargaði Þrótti oft á tíðum vel.

  Staða liðsins er ekki góð eftir fimm umferðir. En við Þróttarar megum ekki gleyma að staðan var líka slæm í fyrra eftir fyrstu sjö umferðirnar. Því er mikilvægt að við þéttum raðirnar og stöndum þétt að baki liðinu, höldum áfram að mæta og styðja okkar lið.

  Lifi Þróttur

  Þróttaravarpið

  Þróttaravarpið hefur iðið við kolann að undanförnu en því miður hefur það gleymst að tilkynna það hér á heimasíðunni. Úr því verður nú bætt. Meðal nýlegra leikja má nefna:

  Þróttur-Tindastóll 1. deild karla.

  Þróttur-Þór/KA, pepsi-deild kvenna.

  Völsungur-Þróttur, 1. deild karla.

  Stjarnan-Þróttur, pepsi-deild kvenna.

  Hægt er að stimpla inn leitarorð til að finna leikina eða með því að smella á vefsíðu Þróttaravarpsins á Youtube og skoða leiki aftur til 2010.

  1.deild karla: BARÁTTAN UM REYKJAVÍK á fimmtudag (6.júní)

  Leiknir

  Á fimmtudag (6.júní) verður sannkallaður slagur sem oft hefur verið kallaður BARÁTTAN UM REYKJAVÍK enda um stórslag að ræða þegar tvö af betri liðum Reykjavíkurborgar mætast. Mótherjar Þróttar í BARÁTTUNNI UM REYKJAVÍK eru ávallt Leiknismenn en þeir mæta á Valbjarnarvöll og hefst leikurinn kl. 19.15.

  Strákarnir okkar sóttu þrjá punkta á Húsavík síðastliðinn laugardag og eru því komnir almennilega í gang. Mætum á morgun og hjálpum þeim að bæta við öðrum þremur punktum í safnið enda kemur ekkert minna til greina!

  KOMA SVO,

  LIFI ÞRÓTTUR!

  Aðalfundur Þróttar fór fram í gærkvöldi

  logo trottur

  Aðalfundur Þróttar fór fram í gær. Helgi Níelsson sá um fundarstjórn og leyst það vel af hendi. Engin ný lög lágu fyrir fundinum. Formaður félagsins var sjálfkjörinn. Tveir stjórnarmenn létu af embætti á fundinum, þau Vala Valtýsdóttir og Hafliði Helgason. Í þeirra stað voru kjörnir Ragnar Emilsson og Þórhallur Þorvaldsson. Báðir hafa þeir mikla reynslu af stjórnarsetu fyrir félagið.


STYRKTARAÐILAR


 • coca-cola_european_partners-square
 • hummel-125x125
 • holdur-125x125
 • Þróttur-lyklar

 • 125-vismot
 • 125-reycup-siminn