FRÉTTIR


 • Og þá var kátt í Höllinni

  Því miður hafa blakarar ekki verið nægilega duglegir að segja fréttir af starfi deildarinnar að undanförnu. Það er skemmst frá því að segja að gengi meistaraflokkanna hefur ekki verið besta móti að undanförnu. En nú verður gerð bragarbót á því. Meistaraflokkar Þróttar, í karla- og kvennaflokki, mættu KA-mönnum á sunnudaginn 3. mars s.l.. Strákarnir riðu á vaðið og unnu dramatískan sigur. Stelpurnar fylgdu í kjölfarið og unnu öllu öruggari sigur. Lesa meira

  Tap gegn Stjörnunni

  Meistaraflokkar Þróttar og Stjörnunnar í efstu deild karla í blaki áttust við á þriðjudaginn í Laugardalshöll. Stjörnumenn gátu komist upp fyrir Þróttara sem voru fyrir leikinn í öðru sæti. Þróttarar gátu aftur á móti styrkt stöðu í efri hlutanum. Það er skemmst frá því að segja að Þróttarar áttu ekki góðan dag og Stjarnan vann heldur auðveldan 0-3 sigur. Lesa meira

  Ágætlega sáttar þrátt fyrir tap

  Þróttarastelpur tóku á móti Aftureldingu í Mikasadeild kvenna í blaki í fyrrakvöld. Fyrir leikinn voru þróttarar í 5. sæti deildarinnar með 9 stig og Afturelding í því þriðja með 16 stig. Stelpurnar vissu því að það yrði á brattann að sækja.

  Stelpurnar komu ákveðnar til leiks í fyrstu hrinu og allt annað var að sjá til liðsins frá því í leiknum á móti HK í síðustu viku. Mikil leikgleði og baráttuhugur var í liðinu. Mosfellingar báru þó sigur úr bítum og endaði hrinan 25-17.

  Í hrinu tvö vantaði aðeins upp á baráttuna og endaði hrinan 25-15 Aftureldingu í vil. Í þriðju hrinu mátti sjá frábæra spilamennsku beggja vegna netsins og voru skorpurnar oft á tíðum langar og spennandi. Liðin skiptust á að vera með forystu í hrinunni en stelpurnar úr sveitinni náðu að knýja fram sigur 25-23 og þar með leikinn 3-0.

  Stigahæstu leikmenn Þróttar voru Hildigunnur Magnúsdóttir með 10 stig og Fjóla Rut og Brynja voru með 7 stig hvor. Hjá Aftureldingu var Auður Anna Jónsdóttir stigahæst með 11 stig.

  Eftir áramót hefur Þróttur bætt við sig tveimur „gömlum leikmönnum“ sem hafa verð frá vegna meiðsla og barneigna. Það eru þær Fjóla Rut Svavarsdóttir sem jafnframt var kjörin íþróttamaður ársins hjá Þrótti og Valdís Lilja Andrésdóttir sem hefur verið frá vegna axlaraðgerðar. Báðar eru hörkuflottir miðjuleikmenn og búist er við að þær muni efla liðið til muna.

  Næsti leikur Þróttar er á móti Stjörnunni þann 29. janúar í Ásgarði í Garðabæ.

  Fréttaritari: Sunna Þrastardóttir.

  Þróttur í 2. sætið

  Þróttur fékk Aftureldingu í heimsókn í Laugardalshöllina á þriðjudagskvöldið í Mikasadeild karla og fór nýja árið ágætlega af stað hjá Þrótturum. Þróttur vann leikinn 3-1 og færðist þar með upp í 2. sætið í deildinni.

  Nokkuð jafnræði var á með liðunum í leiknum og var fyrsta hrinan jöfn og skemmtileg. Þróttur reyndist sterkari á lokasprettinum og vann hrinuna 25-21. Önnur hrinan var einnig jöfn en heimaliðið náði forskoti í lokin og vann hrinuna 25-22. Lesa meira

  Fimm Þróttarar valdir í úrtak fyrir blaklandsliðið

  Nú nýlega tilkynntu landsliðsþjálfarar karla- og kvennalandsliðanna í blaki úrtakshópa fyrir verkefni landsliðsins í vor. Í úrtaki fyrir landslið kvenna voru valdar frá Þrótti þær Fjóla Rut Svavarsdóttir og Hildigunnur Magnúsdóttir. Í karlalandsliðinu voru valdir þeir Halldór Ingi Kárason, Fannar Grétarsson og Ólafur Arason. Þróttur óskar þeim til hamingju með útnefningarnar.


STYRKTARAÐILAR

 • coca-cola_european_partners-square
 • hummel-125x125
 • holdur-125x125
 • Þróttur-lyklar


 • 125-vismot
 • 125-reycup-siminn