FRÉTTIR


 • Jólahlaðborð Þróttar

  J—lahla bor  r—ttar

  Jólagleði Þróttar
  Laugardaginn 23. nóvember

  Húsið opnar kl. 19.00 með fordrykk.

   

  *Jólahlaðborð, jólastemmning, jóladans og jólastuð.

  *Skemmtiatriði á heimsvísu.

  *Jólahappdrætti með ótrúlegum vinningum.

  *Miðaverð á mann aðeins kr. 5.500.-

  *Takið kvöldið frá og bókið á jakob@trottur.is eða í síma 580-5902.

  *Gómsætt veisluhlaðborð.

  Kalt:
  Fennelgrafinn lax m/sinnepsdillsósu. Villibráðarpaté með cumberlandsósu. Karrísíld, Jólasíld. Pastramiskinnka með kartöflusalati. Sjávarréttapaté með reyktum laxi og rjómaosti ásamt piparrótarsósu. Sinnepsgljáður hamborgarhryggur. Hangikjöt með uppstúf og kartöflum. Dönsk lifrakæfa með beikoni og sveppum.

  Heitt:
  Purusteik með sykurbrúnuðum kartöflum. Kalkúnabringur með rauðvínssósu.

  Meðlæti: Rauðkál, grænar baunir, rúgbrauð, nýbakað brauð, smjör og waldorfsalat.

  Lifi Þróttur

  Úlfur Gunnar valinn í úrtakshóp U-16

  ulfur
  Úlfur á Patille Cup.

  Úlfur Gunnar Kjartansson leikmaður Þróttar hefur verið valinn í úrtakshóp U-16 ára landsliðs drengja í handbolta sem æfir komandi helgi.

  Við óskum Úlfi innilega til hamingju með valið og góðs gengis á æfingunum.

  Fyrr í haust var Ólöf Ásta Arnþórsdóttir einnig valin í úrtakshóp U-16 ára landsliðs stúlkna. Það er ljóst að gott barna- og unglingastarf félagsins undanfarin ár er að skila sér í flottum leikmönnum.

  Tap og sigur í blakinu á Neskaupstað.

  Úr leik Þróttar og Þróttar Nesk. (Myndin er fengin af heimasíðu Þróttar Nesk).
  Úr leik Þróttar og Þróttar Nesk. (Myndin er fengin af heimasíðu Þróttar Nesk).

  Bæði karla- og kvennalið Þróttar í blakinu fóru um helgina til Neskaupstaðar og kepptu við nafna sína þar.  Karlaliðið átti 2 hörkuleiki við nafna sína þar sem báðir leiki fóru í oddahrinu og liðin unnu sinn hvorn leikinn og því  bróðurleg skipting á stigum.  Fyrri leikurinn fór 3-2 fyrir Neskaupstaðarbúa 23-25, 25-17, 25-20, 13-25, 15-8.  Stigahæstu menn Þróttar voru Andris Orlovs með 16 stig (þar af 7 hávarnir) og Kjartan Fannar Grétarson með 14 stig.

  Seinni leikurinn fór 2-3 fyrir okkar menn eftir að hafa lent 2-0 undir í hrinum.  Okkar menn fóru loksins í gang í 3 næstu hrinum og unnu þær eftir mikla baráttu og dramatík.  Hrinurnar fóru 25-21, 25-22, 24-26, 25-27, 13-15.  Stighæstu hjá Þróttur voru aftur Andris Orlovs með 20 stig og Kjartan Fannar Grétarsson með 17 stig.

  Karlanir eru nú í 4. sæti í deildinni með 6 stig og stefnir í hörku baráttu milli allra liðinna í deildinni.  Staðan í Mikasadeildinni má sjá hér:  http://blak.is/default.asp?page=upplvefur/Deildir.asp&Skoda=UrslitOgLeikir

  Meistaraflokkur kvenna spilaði sinn fyrsta leik í deildinni í vetur og áttu lítinn séns í stjörnum prýtt lið heimamanna enda eru þær með atvinnumenn á sínum vegum.  Þrátt fyrir ágætt spil á köflum þurftu okkar stúlkur að játa sig sigraðar 3-0 (25-14, 24-13 og 25-16).  Þær áttu fá svör við ofursmassara heimamanna Jónu Guðlaugu Vigfúsdóttur en hún skoraði 18 stig í leiknum.  En þess má geta að hún er í ársfríi hér heima en hún var að spila í svissnesku úrvalsdeildinni seinasta keppnistímabil sem er með sterkari kvennablakdeildum í Evrópu.  Stigahæstar í liði Þróttar voru Sunna Þrastardóttir með 8 stig, Sunna Björk Skarphéðinsdóttir með 6 stig og Kolbrún Björk Jónsdóttir með 6 stig.

  Fyrir áhugasama að þá er hægt að horfa á þessa leiki á þessari vefslóð:  http://www.ustream.tv/channel/throtturnesblak

  Næsti leikur hjá meistaraflokki kvenna er annað kvöld við HK í Laugardalshöllinni og hefst leikurinn kl. 20.10.  Hvetjum alla áhugasama um að mæta í Höllina og hvetja stelpurnar okkar áfram.


STYRKTARAÐILAR

 • coca-cola_european_partners-square
 • holdur-125x125
 • Þróttur-lyklar


 • 125-vismot
 • 125-reycup-siminn