FRÉTTIR


 • Bergrós og Eva í byrjunarliði Íslands sem leikur gegn Lettlandi í dag

  islanda_u17

  Okkar stúlkur þær Bergrós Lilja Jónsdóttir og Eva Bergrín Ólafsdóttir eru báðar í byrjunarliði Íslands sem mætir Lettlandi í dag í fysta leik í undankeppni EM U17 landsliða en leikið er í Moldavíu. Leikurinn hefst kl. 15.00 að íslenskum tíma og má fylgjast með textalýsingu frá leikjunum á heimasíðu UEFA.

  Byrjunarlið Íslands í dag er eftirfarandi:

  Markvörður: Hafdís Erla Gunnarsdóttir

  Aðrir leikmenn:

  • Arna Dís Arnþórsdóttir
  • Bergrós Lilja Jónsdóttir
  • Eva Bergrín Ólafsdóttir
  • Hulda Hrund Arnarsdóttir
  • Lillý Rut Hlynsdóttir, fyrirliði
  • Ingibjörg Sigurðardóttir
  • Andra Mis Pálsdóttir
  • Sigríður María Sigurðardóttir
  • Hulda Ósk Jónsdóttir
  • Esther Rós Arnarsdóttir

   

  Við óskum þeim báðum góðs gengis.

  Kærar þakkir til Þróttara á Vodafone Rey Cup

  Rey Cup 2013.
  Rey Cup 2013.

  Frábæru Rey Cup móti lauk í gær.  Veðurblíðan lék við okkur Þróttara og alla þátttendur og um klukkustund eftir að mótinu var slitið þá helltist rigningin yfir grasvellina, svona rétt til að koma þeim aftur í gang eftir álag síðustu daga. Mótstjórn Vodafone Rey Cup þakkar öllum Þrótturum sem þátt tóku í mótinu, leikmönnum, þjálfurum, fararstjórum, foreldrum, starfsmönnum Þróttar og öllum þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem gerðu okkur Þrótturum kleift að halda enn eitt mótið.  Fjölmargar myndir eru á facebook.com/VodafoneReyCup

  Takk fyrir

  stjórn Vodafone Rey Cup

   

  Aðalstjórn fundaði 4. júlí síðastliðinn – fundargerð

  Fundur aðalstjórnar 04.07.13

  Mættir: Sigurður K. Sveinbjörnsson (SKS), Eymundur Sveinn Leifsson (ESL), Sigurlaugur Ingólfsson (SI), Jón Ólafur Valdimarsson (JóV), Ragnar Þór Emilsson (RE), Þórhallur Haukur Þorvaldsson (ÞHÞ).

  ESL ritar fundargerð

  Dagskrá fundarins.

  1. Fundargerð síðasta fundar
  Farið var yfir fundargerð síðasta fundar.

  2. Málefnalisti frá framkvæmdastjóra.
  a. Starfsmannamál og ábyrgð sjálfboðaliða félagsins. – Rætt var um verkaskiptingu milli starfsmanna og sjálfboðaliða. Fundarmenn sammála um að þessu þyrfti að koma í skýrari farveg.
  b. Keppnis- og æfingaaðstaða. – Að tillögu formanns var ákveðið að endurvekja starfshóp um mannvirki Þróttar. Ragnar Emilsson falið að stýra þeim starfshóp. Markmið hans er m.a. að bæta og efla aðstöðu félagsins bæði til skamms tíma og svo til framtíðar.
  c. Tölvumál og vinnuaðstaða. Farið er lauslega yfir tölvumál og vinnuaðstöðu innan félagsins.

  3. Afmælishóf
  a. Tvö afmæli er framundan hjá félaginu, annars vegar afmæli félagsins svo og stórafmæli mikils Þróttara. Rætt var um undirbúning og aðkomu félagsins að þessum tveimur afmælisveislum.

  4. Önnur mál.
  a. Gjaldgeri fór yfir ráðningasamninga og önnur mál er snúa að starfsmannahaldi.
  b. Borist hefur aðalstjórn list yfir tillögur um aðila sem tilvalið væri að heiðra í náinni framtíð. Það sett í hendur formanns félagsins.
  c. Núverandi staða á lyftingasalnum rædd og framtíðaráform félagsins varðandi nýtingu á salnum.


STYRKTARAÐILAR

 • coca-cola_european_partners-square
 • holdur-125x125
 • Þróttur-lyklar


 • 125-vismot
 • 125-reycup-siminn