FRÉTTIR


 • Páll Einarsson verður síðasti gesturinn á þessari vertíð

  Síðasta ¨Lambalæri að hætti mömmu¨á þessari vertíð verður haldið föstudaginn 3.maí.  Gestur okkar að þessu sinni verður þjálfari meistaraflokks karla Páll Einarsson og mun hann gefa okkur hugmynd um hvers er að vænta af liðinu á komandi vertíð.  Eins og hingað til þarf að tilkynna mætingu til Sigurðar Hallvarðssonar í síma 898-4803 eða Sigurðar Sveinbjörnssonar á netfang sigurdurks@simnet.is  fyrir kl. 11.00 á miðvikudag 1.maí.

   

  HM hópurinn

  Lokakvöldið í skákinni

  Tveir efstu í Skákmóti Þróttar 2013, Ólafur Guðmundsson, sigurvegari og Júlíus Óskarsson sem varð á 2.sæti.
  Tveir efstu í Skákmóti Þróttar 2013, Ólafur Guðmundsson, sigurvegari og Júlíus Óskarsson sem varð í 2.sæti.

  Síðasta umferð í ¨Skákmóti Þróttar¨ 2013 var tefld í gærkvöldi og urðu úrslit sem hér segir: Jón H. vann Gísla, Helgi vann Braga, Davíð vann Þorlák og Ólafur vann Júlíus í skák tveggja efstu manna mótsins þar sem Júlíus var kominn með yfirhöndina á tímabili. Ólafur var þegar búinn að sigra í báðum mótum vetrarins. Þá voru tefldar tvær frestaðar skákir á fimmtudag þar sem Davíð vann Gísla en tapaði gegn Jóni H. Þar með er skákvertíðinni lokið þennan veturinn og verður aftur hafist handa með lækkandi sól í haust.

  Tekstar með myndum: Þrír efstu menn í Stigamóti Þróttar 2013, Gunnar Randversson 3.sæti, sigurvegarinn Ólafur Guðmundsson og Sigurður Þórðarson 2.sæti.
  Textar með myndum: Þrír efstu menn í Stigamóti Þróttar 2013, Gunnar Randversson 3.sæti, sigurvegarinn Ólafur Guðmundsson og Sigurður Þórðarson 2.sæti.

  Bergrós og Eva léku með U17 í sigri á Wales

  Ísland sigraði Wales í landsleik U17 ára kvenna í dag í Wales, lokatölur urðu 0-4 og tóku tveir leikmenn Þróttar þátt í leiknum. Bergrós Lilja Jónsdóttir var í byrjunarliðinu og Eva Bergrín Ólafsdóttir kom af bekknum. Frábær byrjun hjá stelpunum í fjögurra landa æfingarmóti. Liðið leikur einnig gegn Norður Írlandi og Færeyjum.

  Vel gert stelpur, þið eruð landi og þjóð til sóma.  Nánar um leikinn má lesa á fotbolti.net:

  http://fotbolti.net/news/16-04-2013/u17-kvenna-vann-glaesilegan-og-oruggan-sigur-a-wales 

  Vorgleði Þróttar 11.maí

  vorh‡ti 2013 taka 11.pub

  Vorgleði Þróttar

  STUÐ, DANS og GÓÐUR MATUR

  -Frábær félagsskapur

   

  Nánari upplýsingar er að finna í meðfylgjandi auglýsingu (hægt er að smella á auglýsinguna/myndina).

   

  Þeir sem kaupa miða fyrir 2.maí fá miðann á 5.900 kr.


STYRKTARAÐILAR

 • coca-cola_european_partners-square
 • holdur-125x125
 • Þróttur-lyklar


 • 125-vismot
 • 125-reycup-siminn