FRÉTTIR


 • Þróttur-Keflavík á miðvikudag kl. 18:00

  Köttarar á 60 ára afmæli Þróttar, maí 2009

  Næstkomandi miðvikudag (27.mars) mæta okkar menn í mfl.karla liði Keflvíkinga í Lengjubikarnum. Leikið verður á Gervigrasvellinum í Laugardal eins og í síðasta leik gegn Haukum þar sem náðist mikil stemning meðal Þróttara. Leikurinn hefst kl. 18:00 og við hvetjum sem flesta til að mæta, vöfflur og pylsur til sölu á vægu verði í sjoppunni.

  LIFI ÞRÓTTUR!

  4.fl kk deildarmeistari

  4.kk deildarmeistari

  Yngra árið í 4fl. karla tryggði sér deildarmeistara- titilinn í síðustu viku, en strákarnir unnu þar 2.deild með miklum yfirburðum en allir leikirnir unnust nokkuð örugglega. Strákarnir hafa æft vel í vetur og hefur það skilað sér,  leikur liðsins hefur verið flottur í nær allan vetur og hefur liðið oft á tíðum spilað frábæra vörn og þar af leiðandi fengið ansi þægileg mörk úr hraðaupphlaupum.
  Eftir páska verður svo úrslitakeppnin en þar munu strákarnir gera atlögu að Íslandsmeistaratitlinum.

  trottur.is – nýtt útlit

  Háttvirtur Þróttari.

  Hér með tilkynnist formlega um breytt útlit á heimasíðu Þróttar. Markmiðið með nýju útliti er að þjónusta betur notendur vefsins og gera upplýsingar allra deilda aðgengilegri. Einnig býður hið nýja vefkerfi uppá fleiri valmöguleika fyrir bloggara og fréttaritara og er auðveldara í notkun. Það verður vonandi til þess að heimasíðan verður enn líflegri, skemmtilegri og umfram allt köttaðri.

  Rétt er að geta þess að með nýju útliti og nýju vefkerfi getur vel verið að einhverjar upplýsingar hafi skolast til og að myndir hér og þar séu ekki einsog best verður á kosið. Þetta ætti þó að lagast með tíð og tíma eða á meðan fréttaritarar og bloggarar gera sig heimakomna á nýju vefsvæði. Þolinmæði er dyggð.

  Einnig er rétt að benda á að meðan köttaðir lesendur þessarar heimasíðu eru að venjast nýjum útliti þá verður hinn gamli ennþá algengilegur (sjá tengil neðst á síðunni) um einhvern tíma.

  Hafi þú lesandi góður einhverjar ábendingar varðandi nýja vefinn þá má endilega senda línu á vefstjórann okkar thorri@datamarket.com eða á undirritaðan, esl1@hi.is.

  Að lokum langar mig að þakka vefstjóranum okkar honum Þorláki Lúðvíkssyni fyrir stórgott og óeigingjarnt starf og fyrir að taka við öllum athugsemdum og kröfum af alúð og yfirvegun. Þúsund þakkir Þorri.

  Góðar stundir og góða vefskoðun,

  Eymundur Sveinn Leifsson.

  Ólöf Ásta í æfingahópi stúlknalandsliðs í handbolta

  Ólöf Ásta Arnþórsdóttir leikmaður Þróttar hefur verið valin í æfingahóp stúlkna sem fæddar eru 1998. Það er frábært að sjá loksins stúlku frá Þrótti í æfingahópi yngri landsliða í handbolta. Langt er síðan Þróttur átti síðast stúlku í slíkum hópi en þessi tíðindi hljóta að vera til marks um að uppbygging síðustu ára er að skila sér. Um leið og við óskum Ólöfu innilega til hamingju með valið að þá óskum við henni einnig góðs gengis á æfingunum sem eru komandi helgi.

  Vel mætt í „Lambalærið“ s.l. föstudag

  Það var góð mæting þegar einn af bestu knattspyrnudómurum Evrópu, Kristinn Jakobsson, var gestur okkar s.l. föstudag. Fór hann vítt og breytt um ferilinn og kom þar fram að hann hefur flautað á margan snillinginn í gegn um tíðina og lent í ýmsu.

  Ef ekkert óvænt kemur uppá verður næsta „Lambalæri“ og það næstsíðasta á þessari vertíð, þann 12.apríl og verður það auglýst nánar þegar nær dregur.

  HM hópurinn


STYRKTARAÐILAR

 • coca-cola_european_partners-square
 • holdur-125x125
 • Þróttur-lyklar


 • 125-vismot
 • 125-reycup-siminn