Sæl og takk kærlega fyrir frábært Orkumót!

Á morgun, 29. júní, verður haldið Pollamót KSÍ á gervigrasinu. Fram, Fylkir og ÍA mæta á svæðið og spilað verður í A, B, C og D liðum 5 á móti 5.
Vegna óheppilegrar tímasetningar á þessu móti hef ég ekki valið í lið og því eru allir sem vilja velkomnir á svæðið.
Mæting er stundvíslega klukkan 13:30 og ég mun raða mönnum í lið á staðnum. Drengirnir mæta í búningum.
Þeir sem þurfa lengri hvíld eftir Orkumótið eru hvattir til að láta mig vita, ég vil ekki klára þá alveg!

Líf og fjör