Róbert Orri Ragnarsson hefur framlengt leikmannasamning sinn við knattspyrnudeild Þróttar og Adrían Baarregaard Valencia hefur gert nýjan samning við knattspyrnudeild Þróttar. Gilda samningar þeirra út keppnistímabilið 2022 eða næstu þrjú tímabil.  Róbert, sem fæddur er árið 2002, gekk til liðs við Þrótt frá Stjörnunni í lok árs 2017 og hefur leikið með 2.flokki undanfarin tímabil en kom við sögu í einum meistaraflokksleik í vor þegar hann kom inná í sigurleik gegn Gróttu í Lengjubikarnum.   Adrían er fæddur 2003 og er uppalinn í Þrótti, hefur leikið með 2. og 3.flokki undanfarið en hefur komið við sögu í fjórum leikjum meistaraflokks fyrr á árinu í Lengjubikarnum.

Báðir eiga þeir framtíðina fyrir sér innan félagsins og er það mikið gleðiefni að þessir efnilegu leikmenn hafa framlengt samninga sína við Þrótt.

 

 

Lifi……!