Stjórnendur deilda innan Þróttar og aðalstjórn hafa unnið að því að undanförnu í góðu samstarfi við starfsmenn, leikmenn og þjálfara félagsins, að gera breytingar á starfshlutföllum og launagreiðslum vegna þeirrar stöðu sem uppi er í samfélaginu og óvissu í rekstri á komandi vikum og mánuðum jafnvel.  Samkomulag hefur verið gert við allflesta þessara aðila um tímabundna lækkun á starfshlutfalli og/eða lækkun á launagreiðslum og verður sú staða endurskoðuð þegar mál skýrast betur varðandi framhaldið í rekstrarumhverfi félagsins. 

Stjórnendur félagsins þakka góðar viðtökur og samstarf við áður nefnda aðila og eru viðbrögðin staðfesting á þeirri samheldni og virðingu sem Þróttarar búa við innan félagsins.