Úrslit urðu sem hér segir: Jón H. vann Theodór, Helgi vann Davíð og Sigurður vann Braga. Skák Sölva og Óla Viðars var frestað vegna veikinda þess síðarnefnda. Staðan eftir fimm umferðir er sú að Helgi er efstur með 4,5 vinninga, annar er Sigurður með 3,5 vinninga og þriðji
er Davíð með 3 vinninga. Þeir Davíð og Sigurður eiga eftir óteflda innbyrðis skák.
Síðan var tefld sjötta umferð „Stigamóts Þróttar“ í hraðskák og eftir mikla baráttu urðu þeir Helgi og Júlíus jafnir og efstir með 5 vinninga, Bragi varð þriðji með 4,5 vinninga og
Sigurður fjórði með 4 vinninga. Eftir sex umferðir er Sigurður enn efstur með 28 stig, Júlíus annar með 24 stig og Helgi þriðji með 22 stig. Næst verður teflt 24 febrúar.