Kærar þakkir fyrir frábært tímabil 🏐🤩

Þriðja sætið í Íslandsmótinu var sannarlega í höfn hjá meistaraflokknum okkar og sæti í bikarúrslitum er frábær árangur. Vá hvað við vorum spennt fyrir 🏆helginni en því fór sem fór.

Hlakka svo mikið til þegar við getum aftur sett blakið af stað, en þangað til erum við skynsöm og tilkynning Blaksambandsins er í samræmi við það. Öllu er aflýst 🏐

Sendi góðar kveðjur á alla flokka og hvern einasta iðkanda. Veturinn var frábær og við vitum hvað í okkur býr. Farið vel með ykkur. Boltarnir bíða spenntir í Laugardalshöll eftir nýju tímabili, nýjum áskorunum og umfram allt, góðum stundum á blakvellinum ❤️

Með kveðju frá blakdeild Þróttar
#Lifi

Stjórn Blaksambands Íslands fundaði á föstudaginn til að taka erfiðar ákvarðanir. Stjórnin gaf út tilkynningu í dag til forráðamanna liða í Mizunodeildum karla og kvenna og liða sem voru komin í undanúrslitin í Kjörísbikarnum. Tilkynningin er hér í heild sinni.