Þróttari vikunnar er Eysteinn B. Guðmundsson, knattspyrnu- og handknattleiksmaður í Þrótti.

Eysteinn B. Guðmundsson, 1941-, lék bæði knattspyrnu og handknattleik á fyrstu árum félagsins en þó mest knattspyrnu þar sem hann lék m.a. 111 leiki með meistaraflokki. Hann tók einnig til hendinni við þjálfun bæði yngri flokkanna og meistaraflokkinn þjálfaði hann árin 1970-71.  Hann tók að sér formennsku í stjórn handknattleiksdeildar Þróttar og stjórnaði þar með glæsibrag árin 1967-72, þrátt fyrir mikla fjárhagserfiðleika deildarinnar.  Eysteinn greip einnig til flautunnar í báðum greinunum og dæmdi í áratugi við góðan orðstýr, bæði hér á landi og erlendis.

Hann hefur verið sæmdur gullmerki Þróttar og KSÍ fyrir störf sín.