Á dögunum lauk Reykjavíkurmóti yngri flokka og var Þróttur með 9 lið skráð í mótið í 5.flokki drengja.  Strákarnir gerðu vel á mótinu, tvö lið, C og D,  stóðu upp sem sigurvegarar og önnur þrjú lið lentu í 2. sæti í sínum styrkleikaflokki.  Vel gert hjá strákunum og árangur sem gefur vonandi góð fyrirheit um framtíðina.  Á meðfylgjandi myndum eru sigurvegarar C og D liða Þróttar.  Lifi….!