Allan ársins hring eru um 800-900 iðkendur á öllum aldri að stunda íþróttir í Laugardalnum undir merkjum Knattspyrnufélagsins Þróttar. Öflugt íþróttastarf á þessu skemmtilegasta útivistasvæði borgarinnar bætir umhverfið og eykur hverfavitund.
Vel þarf að standa að rekstri félagsins og tryggja grundvöll hans. Því hefur félagið farið þess á leit við alla Þróttara nær og fjær og þeim boðið aðstyðja við félagið með því að gerast hluti af styrktarmannakerfi þess. Ykkur, baklandi Þróttar, verður boðið að standa við bakið á félaginu eftir þremur mismunandi leiðum:

1. Þróttmikill (750 krónur á mánuði):

Innifalið er boðsmiði á fyrstu heimaleiki sumarsins í meistaraflokkum karla og kvenna auk kaffiveitinga í félagsheimili.

2. Þróttmeiri (1.500 krónur á mánuði)

Innifalið er ársmiði á alla heimaleiki í meistaraflokki karla og kvenna auk kaffiveitinga í félagsheimili í hálfleik á öllum leikjum.

3. Þróttmestur (3.000 kr. á mánuði)

Innifalið er ársmiði fyrir tvo á alla heimaleiki í meistaraflokki karla og kvenna auk kaffiveitinga í hálfleik á öllum leikjum.

Þá er einnig er hægtað hringja i 904-1000 og heita 1.000 krónum á Þrótt.

Veljir þú einhverja af þremur fyrstuleiðunum verða fjárhæðirnar gjaldfærðar mánaðarlega á kreditkort þitt. Þeir fjármunir sem safnast á Þróttmikla deginum verða nýttir til reksturs félagsins í heild. Börn og unglingar, karlar og konur í öllum íþróttagreinum innan Þróttar munu njóta afrakstursins. Hjá Þrótti hefur enda verið mótuð sú stefna að fjárfesta í efniviðnum. Við teljum að framtíðin liggi í þeim ungu stúlkum og drengjum sem alast upp hjá félaginu og ætlum að byggja meistaraflokka Þróttar á þeim um ókomin ár.

Skráning fer fram á: https://trottur.felog.is.