Mótsreglur

Mótið er byggt upp á þann hátt að lið keppir á einu af fjórum vallarsvæðum. Ekki er flakkað á milli svæðanna heldur halda liðin sig á sama svæði. Á hverju svæði er veitingasala, upplýsingar um leikjaniðurstöður og vallarstjóri sem stýrir mótinu á sínu svæði.

Áhersla er lögð á það að foreldrar séu fyrirmynd fyrir börnin:

Mótið snýst um að keppendur hafi gaman af leikjunum og þau fari heim með góðar minningar um skemmtilega leiki og skemmtilegan dag með félögum sínum! Þess vegna eiga foreldrar ekki að skammast út í önnur lið, skipa börnunum fyrir eða mótmæla dómurum.

Foreldrar eiga að hvetja liðin áfram og vera fyrirmynd fyrir sín börn og annarra.

Nánara yfirlit um mótsreglur er hér.

Mótstjórn