Heiðar Birnir Þorleifsson | fös 12. apríl 06:00
Sindri Snær Jensson | fim 11. apríl 11:30
Sindri Snær Jensson | fös 05. apríl 13:00
Þórir Hákonarson | lau 30. mars 16:10
Magnús Valur Böðvarsson | þri 26. mars 18:30
Jóhann Ólafur Sigurðsson | þri 26. mars 17:00
Magnús Valur Böðvarsson | mán 25. mars 17:00
Elvar Geir Magnússon | lau 23. mars 08:30
þri 16.apr 2013 11:45
Elvar Geir Magnússon
U17 kvenna vann glæsilegan og öruggan sigur á Wales
Bergrós Lilja, leikmaður Þróttar og U17 landsliðsins, átti mjög góðan leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úlfar Hinriksson er þjálfari liðsins
Mynd: Fótbolti.net - Hörður Snævar Jónsson
Stelpurnar í U17 landsliðinu eru nú í Wales þar sem þær leika á undirbúningsmóti UEFA en einnig leika á þessu móti Norður Írland og Færeyjar. Úlfar Hinriksson er þjálfari liðsins.

Nú er fyrsta leik liðsins nýlokið en sannfærandi 4-0 sigur vannst á heimastúlkum í Wales.

Á 18. mínútu tók fyrirliðinn Ingibjörg Sigurðardóttir hornspyrnu, sendi knöttinn inn í teiginn og varnarmaður Walesverja varð fyrir því óláni að setja sjálfsmark. Fyrir hlé skoraði Wales aftur sjálfsmark og staðan 2-0 þegar liðin gengu til búningsklefa.

Átta mínútur voru svo liðnar af seinni hálfleik þegar fyrirliðinn Ingibjörg bætti þriðja markinu við. Esther Rós Arnarsdóttir bætti við fjórða markinu á lokamínútunni og 4-0 sigur Íslands því í höfn.

Á morgun leika stelpurnar við Norður-Írland.

Byrjunarlið Íslands:
Markvörður: Hafdís Erla Gunnarsdóttir
Hægri bakvörður: Tanja Líf Davíðsdóttir
Vinstri bakvörður: Selma Dögg Björgvinsdóttir
Miðverðir: Bergrós Lilja Jónsdóttir og Nótt Jónsdóttir
Miðjumenn: Lillý Rut Hlynsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, fyrirliði og Petrea Björt Sævarsdóttir
Hægri kantur: Hulda Ósk Jónsdóttir
Vinstri kantur: Esther Rós Arnarsdóttir
Framherji: Sigríður María Sigurðardóttir

(Komu inn af bekknum: Sara Skaptadóttir, Málfríður Anna Eiríksdóttir, Þorgerður Einarsdóttir, María Eva Eyjólfsdóttir, Erna Guðrún Magnúsdóttir, Eva Bergrín Ólafsdóttir, Arna Dís Arnþórsdóttir)

Upplýsingar af Facebook-síðu KSÍ.
Senda a Facebook Hafdu samband Senda frétt Prenta frétt Frétta leit
Athugasemdir
Nýjustu fréttirnar